Monthly Archive: maí 2012

Molar um málfar og miðla 920

Fjölmiðlar sem segja fólki ósatt, – ljúga að hlustendum eða lesendum eru hættulegir fjölmiðlar, skaðvaldar í samfélaginu. Á fimmtudagsmorgni (31.05.2012) var tönnlast á því í þætti í Útvarpi Sögu að starfsmenn íslensku utanríkisþjónustunnar greiddu ekki skatta. Nytu skattfrelsis. Þetta var að líkindum endurtekinn þáttur frá deginum áður. Þarna voru að verki þau Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 919

Molalesandi sendi eftirfarandi (28.05.2012) Húseiganda í Reykjarnesbæ brá heldur í brún á aðfararnótt laugardagsins. Þegar hann kom heim voru þar fyrir tveir bláókunnugir karlmenn samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum. Einhvern veginn svona hljóðaði frétt á vefsíðu Vísis um miðjan dag í dag, mánudag. Mikið er nú lögregla þeirra Suðurnesjamanna tillitssöm að tilkynna húsráðendum um bláókunnuga …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 918

Mikið af fíkniefnum og sterum fannst í vörugámi skips sem var að koma frá Rotterdam í Hollandi, var sagt í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (25.0.2012). Það er hægt að tala um vélarrúm skips, ekki vörugám skips. Hér hefði verið eðlilegra að segja til dæmis: Mikið magn af fíkniefnum og sterum fannst í (vöru)gámi um borð í skipi …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 917

    Líklegast er það hluti af landlægu virðingarleysi fyrir lögum og reglum að Ríkissjónvarpinu skuli líðast linnulaus lögbrot þegar kemur að því að auglýsa bjór, – að auglýsa áfengi. Á miðvikudagskvöld (23.05.2012) voru tvær bjórauglýsingar í Ríkissjónvarpinu rétt fyrir tíufréttir. Í annarri þeirra var það sem líklega átti að vera orðið léttöl gjörsamlega ólæsileg …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 916

Í sjöfréttum Ríkisútvarpsins (23.05.2012) var talað um bát sem væri vélarvana austur af Reykjanesi. Hvar skyldi hann hafa verið? Lítið á landabréf. Sama dag var í DV sagt frá flugvél sem, lenti með veikan farþega á Keflavíkurflugvelli. Vélin var sögð á leið frá Austurríki til Riga í Lettlandi. Og hafði viðkomu á Íslandi ! Greinilegt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 915

Danska ríkissjónvarpið (DR2) sýndi merkilega heimildamynd á mánudagskvöldið (21.05.2012). Myndin var bresk, gerð fyrir Channel 4. Á ensku hét hún: Oligart: The Great Russian Artboom, en Danir kölluðu hana Oligarker på kuntsköb. Þar sagði frá listaverkakaupum rússneskra auðmanna sem kaupa nú listaverk fyrir milljónir sterlingspunda,sem óðir séu. Þeir eru meðal annars eru að endurheimta verk …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 914

Úr mbl.is (20.05.2012) .. hefði hrapað 10-20 metra niður klettabjarg. Orðið klettabjarg er nýyrði sem við getum að skaðlausu án verið. Þetta orð hefur reyndar áður borðið á góma í Molum (417) en þá var sagt: ,,Úr dv. is (27.09.2010): …þegar hann ók einu af farartækjum fyrirtækis síns fram af klettabjargi. Að tala um að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 913

Kvótinn keypti Moggann segir í fyrirsögn á DV (18.05.2012). Og Mogginn þakkar fyrir sig á hverjum einasta degi. Kannski ekki á hverri blaðsíðu, en næstum því. Af vef Ríkisútvarpsins (19.05.2012): Hún sagði okkur frá því að hún verði ekki mikið á tónleikahaldi í sumar þar sem hún er að fara að giftast kærastanum sínum sem …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 912

Það er auðvelt að setja sig á háan hest og dæma viðbrögð Ríkissjónvarpsins við óhappinu á Keflavíkurflugvelli, þegar hjól brotnaði undan Icelandairþotu í flugtaki með hátt í 200 manns innanborðs. Molaskrifari reyndi að fara í gömlu fréttamannsfötin og ímynda sér hvernig hann hefði brugðist við. Í stórum dráttum hefði hann líklega brugðist við svipað og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 911

Sá sem skrifaði eftirfarandi á mbl.is (15.05.2012) ruglar saman sögnunum að kaupa og versla: Verslunarmenn eru lítt hrifnir af þessum aðgerðum bænda og benda m.a. á að þegar hillurnar tæmist í Noregi muni neytendur bara fara yfir til Svíþjóðar og versla sína vöru þar. Því miður verður æ algengara að sjá villur af þessu tagi. …

Lesa meira »

Older posts «