Molavin sendi eftirfarandi (13.04.2012) „Starfsmaður á veitingastaðnum skarst í lófa eftir að hafa afvopnað manninn, segir í frétt á visir.is. Trúlegra virðist að hann hafi skorizt ÞEGAR hann afvopnaði manninn. Hér er dæmigert hugsunarleysi á ferð við fréttaskrif. Þessi „eftir-árátta“ í fréttaskrifum er útbreidd. Iðulega sagt að menn hafi slasast eftir slys.” Molaskrifari þakkar sendinguna. …
Monthly Archive: maí 2012
Mælirinn er fullur
Nú er mælirinn fullur, – og skekinn? Frá því að Ólafur Ragnar Grímsson hóf kosningabaráttu sína svona rétt um messutíma á sunnudagsmorgni hafa dæmalausar yfirlýsingar gengið frá honum í allar áttir. Hann hefur storkað formönnum stjórnmálaflokka, ríkisstjórn landsins og þingmönnum á þann hátt að algjörlega fordæmalaust er. Treystið þið þinginu betur? Þannig spurði hann á …
Molar um málfar og miðla 909
Molavin sendi Molum þessa ágætu hugleiðingu og ábendingu (12.05.2012): ,,Málfræðikennsla hefur ekki verið fyrirferðarmikil í grunnskólum síðustu áratugi. Eitt af einkennum þess að börn, sem ekki hafa fengið viðhlítandi móðurmálskennslu í skólum, en er samt treyst fyrir því að vera fyrirmynd annarra, er hve mörgum hinna yngri í stétt fjölmiðlafólks lætur illa að skrifa boðlegan …
Enginn andapollur
Ólafur Ragnar Grímsson byrjar kosningabaráttu sína í drullupolli. Það er enginn andapollur. Í leiðara Fréttablaðsins segir í dag að Ólafur Ragnar ætli greinilega að ösla í gegnum pólitískan drullupoll í kosningabaráttu sinni. Hann byrjar á því að ráðast á með offorsi á maka eins frambjóðandans. Það er nýjung í kosningabaráttu á Íslandi. Hefur aldrei verið …
Molar um málfar og miðla 908
„ … Bæjarbúar eiga annað skilið en að bæjarfulltrúar séu að berjast á banaspjótum um keisarans skegg.“ (dv.is 13.05.2012) Þetta er haft eftir bæjarstjóranum í Garðinum í tilefni þess að einn bæjarfulltrúi úr meiriluta Sjálfstæðisflokksins gekk til liðs við minnihlutann í bæjarstjórn. Þetta er líklega tilvitnun ársins. Ekki fleiri orð um það. Blaðamaðurinn sem fréttina …
Molar um málfar og miðla 907
Molalesandi vakti athygli á auglýsingu í Fréttablaðinu (09.05.2012) frá fyrirtækinu the Pier. Þar er talað um 25% afslátt f sumrinu. Molalesandi veltir því fyrir sér hvað þetta þýði. Þýðir þetta að sumarið verði stytt um 25%? Hvað er átt við? Ekki er nema von að spurt sé. Sagt var í fréttum Stöðvar tvö (09.05.2012) …
Kínverjar borða ekki lakkrís
Hugleiðingar mínar um fjárfestingaráform kínverska auðjöfursins Huangs Nubo hafa vakið meiri athygli en ég átti von á. Það er greinilegt að mörgum er um og ó. Í grein sem fyrst birtist í Morgunblaðinu (11.05.2012) skrifaði ég meðal annars: ,,Enn annað til hugleiðingar: Bæjarstjóri að norðan fer í samningaferð til Kína. Talsmaður Huangs á Íslandi talar …
Gjöldum varhug við smíði skýjaborga
Þessi hugleiðing mín um kínverska fjárfestingu á Grímsstöðum á Fjöllum birtist í Morgunblaðinu i morgun, (11.05.2012) Fyrirhugaðar fjárfestingar kínverska auðmannsins og fjárfestisins Huangs Nubo á Hólsfjöllum hafa verið umræðu. Sá sem þetta skrifar er hlynntur erlendum fjárfestingum á Íslandi og telur það eina af mörgum leiðum til að bæta lífskjör landsmanna. Kínversk fyrirtæki og …
Molar um málfar og miðla 906
Stundum er nokkuð langt til seilst í myndbirtingum fjölmiðla. Ekki síst á þetta við um netmiðlana. Mbl.is birti (08.05.2012) frétt um stúlku sem lést vegna gaseitrunar frá kolagrilli í tjaldi á tjaldsvæði við þorp í Bretlandi. Með fréttinni er birt mynd af tjaldi á blásnum mel þar sem þvottur hangir til þerris. Myndin er að …
Molar um málfar og miðla 905
Molavin sendi þetta (07.05.2012): Úr dagskrárkynningu á ruv.is: Arnþrúður mætti í Mánudagsdrottningarviðtalið í Virkum morgnum og sagði á hundavaði frá spennandi lífshlaupi sínu. – Molaskrifari þakkar sendinguna. Skyldi málfarsráðunautur vera kominn í sumarleyfi ? Norski heimildamyndaflokkurinn Kalt kapphlaup, sem Ríkisútvarpið er byrjað að sýna (08.05.2012) lofar mjög góðu. Fyrsta myndin var einstaklega fróðleg og vel …