Skrifað er á visir.is (05.05.2012): Háskólalest Háskóla Íslands býður til vísindaveislu í Kirkjubæjarklaustri í dag. Það er engu líkara en sá sem skrifaði þetta haldi að Kirkjubæjarklaustur sé sérstök bygging en ekki þéttbýliskjarni. Málvenja er að segja á Kirkjubæjarklaustri og skriffinnarnir á visir.is hafa ekkert umboð til að breyta því. Úr mbl.is (05.05.2012): Ein umfangsmesta …
Monthly Archive: maí 2012
Molar um málfar og miðla 903
Verslanakeðjan Bauhaus, sem opnaði verslun í Reykjavík sl. laugardag, hefur valið sér auglýsingastofu sem ekki er vandvirk og ætti því að vanda um við þá sem hlut eiga að máli eða skipta um auglýsingastofu. Auglýst er drive-in timbursala. Þetta er enskusletta sem á ekkert erindi í íslenska auglýsingu. Fram hefur komið í fréttum að taka …
Molar um málfar og miðla 902
Í fréttum Stöðvar tvö (02.05.2012) var sagt: Sigríður undraði sig á því … Þetta orðalag er Molaskrifara fjarlægt. Hann hefði til dæmis kunnað betur við: Sigríður undraðist að … Molalesandi benti á að í Fréttatímanum síðasta (27.04.2012) hefði verið rætt við táknmálsþulu sem var þar spurð um gönguskóna sína. Hún sagðist eiga tvo, – …
Molar um málfar og miðla 901
Úr mbl.is (02.05.2012): Íslensk náttúra spilar stóra rullu í maíhefti hins kunna náttúrlífsblaðs National Geographic. Stórar ljósmyndir frá Orsolya og Erlend Haarberg prýða blaðið en þau ferðuðust um landið í tíu mánuði.Í grein sem fylgir ljósmyndunum er fjallað um tíð eldgos á Íslandi, jökla landsins og samlíf sauða og manna í gegnum árin. Náttúran spilar …
Molar um málfar og miðla 900
Það er umhugsunarefni hvort það er í í verkahring Ríkissjónvarpsins að kynna í hálfs annars klukkutíma áróðurs- og auglýsingaþætti þætti svokallaðar óhefðbundnar lækningar, (The Living Matrix: The Science of Healing, 02.05.2012) . Sumt af því sem þarna var boðið upp á mætti sjálfsagt kalla gervivísindi á jaðri sértrúar. Fullyrðingar um að C P, Cerebral parese, …
Molar um málfar og miðla 899
Eldur kom upp í útveggi í timburhúsi í Hafnarfirði um klukkan hálf þrjú í dag. Svo segir í frétt og fyrirsögn á mbl.is (28.04.2012). Þágufallsmynd orðsins veggur er vegg, ekki veggi að því Molaskrifari best veit. Eldur kom því upp í útvegg, ekki útveggi. Í Morgunblaðinu (28.04.2012) eru auglýstar töflur sem um er sagt: ,,Bætir …