HROÐVIRKNI EÐA FÁFRÆÐI? Er það hroðvirkni eða fáfræði, vankunnátta í íslensku, sem veldur því að fréttasskrifarar láta frá sér svona texta: ,, Rúmlega fimmtíu lík hafa fundist eftir að farþegaferja hvolfdi á ánni Chindwin í Búrma á laugardaginn.” ? Þetta er úr frétt á mbl.is (19.10.2016). http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/10/19/tugir_letust_thegar_yfirfull_ferja_sokk/ Ferjan hvolfdi ekki. Ferjunni hvolfdi. Hvar er máltilfinningin? …