LEIGUHEIMILI ! Afsakið, ágætu lesendur, en mér finnst fáránlegt að tala um leiguheimili. En þar er ekki við mbl.is að sakast. http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2016/09/27/bylting_fyrir_folk_undir_medaltekjum/ Ekki er síður fáránlegt að tala um að reisa leiguheimili eins og gert er í fréttinni. Þar segir: ,, Reist verða allt að 2.300 svokölluð Leiguheimili á næstu fjórum árum í nýju almennu íbúðakerfi ….” Heimili …
Monthly Archive: september 2016
Molar um málfar og miðla 2024
SINFÓNÍAN OG SJÓNVARPIÐ Ánægjulegt er hve samskipti Sinfóníunnar og Ríkissjónvarpsins eru góð nú um stundir. Það var ekki svo í upphafi sjónvarps. Ekki var þar alfarið við Sjónvarpið að sakast. Eins og réttilega kom fram í afmælisþætti sjónvarpsins um Menningu og listir sl. laugardagskvöld var Sinfóníuhljómsveitin upphaflega eiginlega útvarpshljómsveit. Við upphaf sjónvarps fyrir 50 …
Molar um málfar og miðla 2023
ÓSKILJANLEG SKRIF Valdimar Kristinsson skrifaði ( 24.09.2016): Sæll Eiður. Vil byrja á að þakka þér fyrir þína sjálfskipuðu varðstöðu um íslenskt mál sem þú hefur tekið þér. Ekki vanþörf á og mættu fleiri skipa sér í lið með þér. En að efninu. Var að lesa frétt um mann sem hafði falið gull í endaþarmi á mbl.is og hnaut þá um …
Molar um málfar og miðla 2022
ALMENNILEG ÍSLENSKA Það kom fram í upphafi afmælisþáttar í Ríkissjónvarpinu um listir og menningu í 50 ár sl. laugardagskvöld (24.09.2016) , að ekki hefði verið töluð almennileg íslenska í sjónvarpinu fyrr en sá ágæti útvarpsmaður Arthúr Björgvin Bollason kom á skjáinn. Hann var kvaddur til viðtals við þáttarstjórnendur og sagði orðrétt: Fólk hafði ekki heyrt …
Molar um málfar og miðla 2021
DÓMARINN KEYPTI EKKI ÚTSKÝRINGARNAR Ótrúlegt, en satt. Þetta er fyrirsögn af fréttavef Morgunblaðsins (23.09.2016). Voru útskýringarnar falar, – voru þær til sölu? http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/09/23/domarinn_keypti_ekki_utskyringarnar/ Til þess að skýra þetta nánar fyrir lesendum er rétt að fram komi, að átt er við að dómari hafi ekki tekið útskýringar sakbornings trúanlegar, ekki trúað því sem sakborningur sagði, er …
Molar um málfar og miðla 2020
FÚSK Molavin skrifaði (20.09.2016):,, Það er dapurlegt þegar blaðamenn „leiðrétta“ rétt mál viðmælenda sinna og gera það að röngu máli. Á Vísi skrifar Tómas Þór Þórðarson frétt um kvennalandsliðið í knattspyrnu og tekur viðtal við Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara. Í myndskeiðinu sem fylgir segir Freyr réttilega: „Við hlökkum mikið til að vinna Skotana….“ en í …
Molar um málfar og miðla 2019
SAGNORÐ SKIPI VEGLEGAN SESS Molavin skrifaði (15.09.2016): „Rangri nálgun hefur verið beitt á meðhöndlun streitu á vinnustöðum“ segir í frétt á ruv.is (15.9.2016). Það einkennir setningaskipan í enskri tungu að beita einkum nafnorðum. Íslenzka er hins vegar frásagnamál og hún verður því fegurri sem sagnorð skipa veglegri sess. Enska orðið „approach“ er mjög ríkjandi í bandarísku stofnanamáli …
Molar um málfar og miðla 2018
ENN UM ÞOLMYND – GERMYND ALLTAF BETRI Í skóla og störfum við skrif var Molaskrifara snemma kennt að forðast óþarfa notkun þolmyndar. Fyrirsögn í Morgunblaðinu (10.09.2016) var þessarar gerðar: Goðafoss fundinn af þýskum kafara. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/09/09/godafoss_fundinn_af_thyskum_kafara/ Hversvegna ekki þýskur kafari fann flak Goðafoss? Raunar hafa ýmsir sem gjörla til þekkja leitarinn að flaki Goðafoss lýst …
Molar um málfar og miðla 2017
VIRKUR BYSSUMAÐUR Molavin skrifaði (08.09.2016): ,,Fréttabörn leika nú lausum hala á Morgunblaðinu. Í dag (8.9.16) segir í frétt um skotárás í bandarískum skóla að lögreglan leiti nú að „virkum byssumanni“. Í meðfylgjandi myndatexta sést að hér hefur barnið þýtt lögregluhugtakið „active shooter.“ Á mannamáli heitir það að lögreglan leiti að vopnuðum manni. Þýðingar eru …
Molar um málfar og miðla 2016
Um sinn verður áfram að birta bréf og ábendingar, sem borist hafa að undanförnu, ásamt með nýju efni. SLÆM ÞÝÐING Sigurjón Skúlason skrifaði: ,,Heill og sæll Eiður Þann 4. september, kl. 23:01, birtist frétt á mbl.is undir fyrirsögninni „Skilar orðunni í mótmælaskyni“ Þessi svokallaða frétt er svo illa unnin að erfitt er að …