Monthly Archive: október 2016

Molar um málfar og miðla 2042

ÁDREPA Ragga Eiríks sendi Molum eftirfarandi (27.10.2016): ,,Eins og þorri þjóðarinnar eyði ég löngum stundum nánast daglega á facebook (og nei, mér finnst óþolandi þegar fólk talar um fésbók, snjáldurskruddu, skvaldurskjóða eða feisbúkk. Eina íslenskunin sem ég sætti mig við er andlitsbók (no kvk), og sögnin að andlitsbóka (so), enda mun það hugarsmíði kollega míns …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2041

  MÁLIÐ – AÐ KAUPA OG AÐ VERSLA Með reglulegu millibili er hér vikið að fréttum þar sem  fram kemur að  sá sem fréttina skrifar, eða sá sem talar,  skilur ekki muninn á  sögnunum að kaupa og  versla. Í Morgunblaðinu er  daglega, aftarlega í blaðinu, á miðri vinstri síðu örstuttur pistill; Málið. Vonandi lesa  fréttaskrifarar …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2040

TAKA ÓSTINNT UPP Úr frétt á mbl.is (22.10.2016), – hundur hafði gelt að börnum að leik: Faðir eins barn­anna ræddi við parið um hegðun hunds­ins, sem tók athuga­semd­un­um óst­innt upp. Molaskrifari á því að venjast að talað sé um að taka eitthvað óstinnt upp, taka einhverju illa, reiðast einhverju. Ekki taka einhverju óstinnt upp. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/10/22/hotudu_barsmidum_fyrir_gagnryni_a_hundinn/ …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2039

  SLÆM FYRIRSÖGN Sigurjón Skúlason skrifaði 24.10.2016: ,, Heill og sæll Eiður Hér er enn eitt dæmið um slæma fyrirsögn á Vísi: „10 mánaða stjórnarkreppu afstýrt á Spáni“ http://www.visir.is/10-manada-stjornarkreppu-afstyrt-a-spani/article/2016161029537 Vanalega þegar maður talar um að afstýra einhverju þá merkir það að koma í veg fyrir eitthvað. Ekki þegar ástandi sem staðið hefur yfir í 10 …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2038

THE VOICE ÍSLAND Notkun ensku í auglýsingum í íslenskum miðlum fer hraðvaxandi. Þetta er hættuleg þróun. Morgunblaðinu sl. föstudag (21.10.2016) fylgdi auglýsingablað um Sjónvarp Símans. Þar er auðvitað ekki nóg að tala um Sjónvarp Símans heldur heitir það Sjónvarp Símans Premium. Orðið Premium er ekki íslenska. Það er enska. Verið er að auglýsa sjónvarpsþætti, sem …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2037

HROÐVIRKNI EÐA FÁFRÆÐI? Er það hroðvirkni eða fáfræði, vankunnátta í íslensku, sem veldur því að fréttasskrifarar láta frá sér svona texta: ,, Rúm­lega fimm­tíu lík hafa fund­ist eft­ir að farþega­ferja hvolfdi á ánni Chindw­in í Búrma á laug­ar­dag­inn.” ? Þetta er úr frétt á mbl.is (19.10.2016). http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/10/19/tugir_letust_thegar_yfirfull_ferja_sokk/ Ferjan hvolfdi ekki. Ferjunni hvolfdi. Hvar er máltilfinningin? …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2036

ÓVANDVIRKNI Sigurður Sigurðarson skrifaði (18.10.2016): ,Sæll, Á visir.is er þessi frétt: Við það steyptist hann fram fyrir sig og féll niður í steypta gryfju fyrir neðan stúkuna með þeim afleiðingum að hann hlaut líkamstjón. Fallið var rúmir þrír metrar og varð þeim mikið niðri fyrir sem vitni urðu að slysinu. Gera má ráð fyrir að maðurinn hafi slasast við …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2035

LEIRAN OG LANDAFRÆÐIN Í bítinu, morgunþætti Bylgjunnar, sagði fréttamaður á mánudagsmorgni (17.10.2016) að hann hefði um helgina farið í golf í Leirunni í Keflavík. Leiran er ekki í Keflavík. Leiran, þar sem Hólmsvöllur er, golfvöllurinn, , er milli Keflavíkur og Garðs, á leiðinni út í Garð frá Keflavík. Leiran var lengi mikil verstöð. Um aldamótin …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2034

SPRENGJUSANDUR Á fréttavefnum visir.is (15.10.2016) er frétt þar sem vitnað er í grein eftir Kára Stefánsson, sem birtist í Fréttablaðinu þann sama dag. Þar skrifar Birgir Örn Steinarsson: Kári vísar í viðtöl við Bjarna í Morgunblaðinu og á Sprengjusandi sér til stuðnings.  Fréttaskrifari er hér væntanlega að vísa til útvarpsþáttarins Á Sprengisandi  sem  Sigurjón  M. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2033

ÞARFAR ÁBENDINGAR JT sendi eftirfarandi (10.10.2016): Úr netmogganum mánudaginn 10. október – í frétt af mögulegum morðum á börnum í Kenýju: http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/10/10/stefna_yfirvalda_ad_utryma_bornunum/ Marg­ir neydd­ust til að hoppa út í ánna. Lög­reglu­menn reiddu bana­höggið þegar þeir skutu tára­gasi ofan í vatnið. Margir hoppuðu út í ána – ekki ánna. Og fengu sér ekki í tána eða …

Lesa meira »

Older posts «