ÓÞÖRF ORÐ Molavin skrifaði (29.11.2016):,, Óþörf uppfyllingarorð eru oft sett í hugsunarleysi í fréttatexta. Í hádegisfrétt Ríkisútvarps í dag (29.11.) var t.d. sagt að „bólivísk farþegaþota með 81 innanborðs“ hefði farizt. Ekkert rangt við það, en er ekki óþarfi að taka það sérstaklega að farþegarnir hafi verið innanborðs í þotunni. Sömuleiðis hefur iðulega verið sagt …
Monthly Archive: nóvember 2016
Molar um málfar og miðla 2062
TAKK KASTLJÓS Margir eru áreiðanlega miður sín eftir að hafa horft á umfjöllun Kastljóss um eggjabúið Brúnegg í gærkvöldi (28.11.2016) . Þetta var hrikalegt. Molaskrifari veit eiginlega ekki hvorir voru verri verksmiðjustjórar eggjabúsins (- þetta var eiginlega allt í lagi- en það voru frávik, við brugðumst við !) eða ráðuneytin og embættismennirnir sem voru trúnaðarmenn …
Molar um málfar og miðla 2061
ENN UM VIÐTENGINGARHÁTT Úr Morgunpósti Kjarnans (25.11.2016): ,, Frétt Benedikt Jóhannesson segir að hugmyndir Katrínar Jakobsdóttur um að bæta við hátekjuskattþrepi á laun sem voru yfir einni og hálfri milljón króna á mánuði og að leggja á stóreignaskatt höfðu ekki verið kynntar formönnum þeirra flokka sem hún ræddi við um stjórnarmyndun þegar þær birtust í viðtali …
Molar um málfar og miðla 2060
Á ALÞINGI Í fréttum Bylgjunnar á hádegi (23.11.2016) var sagt að stjórnarmyndunarviðræður færu fram á Alþingi. Það er ekki rétt. Stjórnarmyndunarviðræður fóru fram í Alþingishúsinu. Ekki á Alþingi. Á þessu er munur. Í fréttum Ríkissjónvarps kvöldið áður heyrðum við sömu meinlokuna. Þá sagði þulur, að rætt hefði verið við Katrínu Jakobsdóttur á Alþingi. Það var …
Molar um málfar og miðla 2059
ÁREITI – ÁREITNI Flosi Kristjánsson skrifaði (22.11.2016):,, Góðan daginn, Eiður. Hef kíkt á piistla þína af og til undanfarin ár. Þykir gott að menn skuli vilja viðhalda vönduðu málfari. Hef litlu við að bæta. Tveimur orðum er iðulega ruglað saman, þó ekki sé það alsiða: áreiti – áreitni Er minnisstætt frá námsárum í Kennararskólanum, að …
Molar um málfar og miðla 2058
HRÓS Mörgum þykir Molaskrifari full spar á hrósið, – að hrósa því sem vel er gert. Þáttur Boga Ágústssonar og Karls Sighvatssonar, Viðtalið ,á mánudagskvöld (21.11.2016) í Ríkissjónvarpinu var vel unninn og fróðlegur. Enda vanir menn að verki. Yfirlitið um skosk stjórnnmál og viðtalið við forsætisráðherra Skota Nicolu Sturgeon gaf áreiðanlega mörgum nýja sýn á …
Molar um málfar og miðla 2057
KEYPT OG VERSLAÐ Það er löngu tímabært, að málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins ræði sérstaklega við þá fréttamenn, sem ekki geta gert greinarmun á sögnunum að versla og að kaupa. Kunna ekki að nota þessar sagnir. Í hádegisfréttum á föstudag (18.11.2016) sagði fréttamaður: ,, … en ólíkt því sem gerist þegar verslað er sælgæti í lausu í verslun …
Molar um málfar og miðla 2056
HRÓS UM BYLGJUFRÉTTIR Molavin skrifaði (18.11.2016): ,,Þess ber að geta sem vel er gert. Oft hafa villur og handvömm í fréttalestri valdið angri – en það var hreinn unaður að hlusta á hádegisfréttir Bylgjunnar í dag, 18.11. Hreinn, skýr og fallegur lestur og afburða vel skrifaðar fréttir á góðu máli. Til hamingju með það, Gissur …
Molar um málfar og miðla 2055
Í TILEFNI DAGSINS Sveinn skrifaði Molum (17.11.2016): ,, Sæll Eiður, á fréttamiðlinum Vísi var flennistór fyrirsögn, Rooney segir sorrí, og það á degi íslenskrar tungu. http://www.visir.is/rooney-segir-sorri/article/2016161119004 Nær væri að Vísir bæðist afsökunar. Áður hefur vakið athygli og meðal annars fjallað um það á þessum vef hversu augljóslega brotin eru lög á matarvef Netmogga með áfengisauglýsingum. …
Molar um málfar og miðla 2054
TIL HAMINGJU! Það var verðskulduð viðurkenning sem skáldið og rithöfundurinn Sigurður Pálsson hlaut í gær á degi íslenskrar tungu.Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Sannarlega tímabært. Þetta var að maklegleikum. Ævar vísindamaður var einnig vel að sínum heiðri kominn. Til hamingju báðir tveir. ÓVÖNDUÐ ÞÝÐING – SLÆMUR TEXTI Sigurður Sigurðarson sendi Molum eftirfarandi á degi Íslenskrar tungu …