ERLENDIS Mörgum útvarpsmönnum virðist algjörlega ofviða að nota atviksorðið erlendis rétt. Þetta orð er fyrst og fremst notað um dvöl erlendis. Hann var erlendis í tólf ár. Við erum ekki á leiðinni erlendis eins og útvarpsmaður talaði um í þáttarlok rétt fyrir hádegisfréttir á Bylgjunni (04.11.2016). Við förum til útlanda. Þegar við erum komin útlanda, …