Monthly Archive: júlí 2016

Molar um málfar og miðla 1991

DÆMALAUS HROÐVIRKNI Eftirfarandi er úr frétt á visir.is (27.07.2016): ,, Bilun kom upp í fluggagnakerfi í flugstöðinni í Reykjavík í dag. ….Búið er að gera við kerfið og nú er unnið að því að koma umferð í eðlilegar horfur á ný. Þær vélar sem voru á flugi og á leið inn í flugstjórnarsvæðið var beint …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1990

UM FRÓÐÁRSEL Molavin skrifaði ( 27.07.2016): ,,Gísli heitinn Jónsson menntaskólakennari skrifaði árum saman reglulega pistla um málfar í Morgunblaðið. Eftir þeim var tekið og blaðamenn fóru almennt að ráði Gísla þegar hann benti á það sem betur mætti fara. Eitt af því sem honum fannst til lýta í máli margra var það sem kann kallaði …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1989

SKYNDIBITASALERNI Veturliði Þór Stefánsson sendi Molum eftirfarandi (23.07.2016): Sæll Eiður: Ég bara varð að benda þér á þessa sérkennilegu fyrirsögn í frétt hjá Ríkisútvarpinu: „Líkfundur á skyndibitasalerni í Ástralíu“. http://ruv.is/frett/likfundur-a-skyndibitasalerni-i-astraliu Ég kannast ekki við þetta nýyrði „skyndibitasalerni“, nema það sé ástralskur siður að neyta skyndibita samhliða salernisheimsókn.” Molaskrifari þakkar ábendinguna. Hann kannast heldur ekki við …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1988

ÞARFAR ÁBENDINGAR OG HUGLEIÐING JT skrifaði Molum (21.07.20016): ,,Af hverju getur Vegagerðin, af öllum fyrirtækjum, ekki haft skilgreiningar á vegum og götum á hreinu. Í frétt af framkvæmdum á Hellisheiði 21. júlí (í fyrirsögn sagt frá vinnu á Hellisheiði og Suðurlandsvegi yfir kvöldið og nóttina – hefði frekar átt að vera: … í kvöld og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1987

MAÐUR, MAÐUR Sigurður Sigurðarson skrifaði (21.07.2016): ,,Núna þegar maður er búinn að sjá gögnin veit maður af hverju maður mátti ekki sjá þau.   Þetta er fyrirsögn á vefritinu visir.is. Fréttin skiptir í sjálfu sér ekki máli heldur hvernig blaðamaðurinn klúðrar fyrirsögn. Í þokkabót notar blaðamaðurinn fyrirsögnina sem fyrstu málsgrein fréttarinnar og eyðileggur hana næstum því. Ekki vel að verki staðið. http://www.visir.is/-nuna-thegar-madur-er-buinn-ad-sja-gognin-veit-madur-af-hverju-madur-matti-ekki-sja-thau-/article/2016160729934   Betur …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1986

ATHVARF Á EIGIN STAÐ T.H. skrifaði (20.07.2016): „Húsbílafólk fær athvarf á eigin stað í Gufunesi“ Hér virðist ,sem að hugsað sé á erlendu tungumáli, þó reynt sé að skrifa á íslensku, því vart getur hér verið um að ræða þýðingu af erlendum fjölmiðli. http://www.visir.is/husbilafolk-faer-athvarf-a-eigin-stad-i-gufunesi/article/2016160719057 Þakka ábendinguna, T.H.   FÆREYJAR Á VEÐURKORTIÐ Molaskrifari hrósaði á dögunum …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1985

  EFTIRLITSLEYSI T.H. skrifaði Molum (20.07.2016) og benti á þessa frétt á mbl.is: http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/07/20/engin_sprengja_i_brussel/ „Maður­inn sem grunaður var um að hafa sprengju innan­k­læða í miðborg Brus­sel var ekki hafa neitt slíkt á sér.“ Hann spyr: ,,Æ, æ, eru börnin alveg eftirlitslaus á fréttastofu mbl.is?” Í þetta skiptið hefur sennilega enginn fullorðinn verið nærstaddur. Þakka ábendinguna, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1984

EKKI BATNAR ÞAÐ! Af fréttavefnum visir.is (18.07.2016): ,,Innanríkisráðherra Bavaríu segir að árásarmaðurinn hafi verið 17 ára drengur frá Afganistan.” Fréttamaður sem veit ekki betur en að tala um Bavaríu, þegar átt er við Bæjaraland ætti ekki að skrifa erlendar fréttir. Sjá: http://www.visir.is/gekk-berserksgang-med-oxi/article/2016160719045   ENN EIN KEPPNIN SIGRUÐ Oft hefur verið á það minnst hér í Molum …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1983

NÚ ER HÚN SNORRABÚÐ STEKKUR Molavin skrifaði (17.07.2016): ,,Morgunblaðið hefur ekki lengur metnað til fréttaskrifa, jafnvel ekki til fréttaþýðinga. Í dag (17.7.2016) segir í frétt: „Bróðir pak­ist­anskr­ar sam­fé­lags­miðla­stjörnu, sem var drep­in á föstu­dag­inn, hef­ur verið hand­tek­inn og viður­kennt að bera ábyrgð á dauða henn­ar.“ Stúlkan, sem um ræðir, var ekki skepna og því hvorki felld …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1982

AÐ SIGRA LAUGAVEGSHLAUPIÐ Gamall vinnufélagi og vinur skrifaði (16.07.2016):,, Sæll og blessaður, félagi. Þetta var fyrirsögn á frétt á ruv.is í dag (16/07/2016, kl. 16:48): „Meek og Camus sigruðu Laugavegshlaupið“ Eru engin takmörk fyrir metnaðarleysinu eða eru engin skilyrði lengur fyrir ráðningu fólks á fréttastofu Ríkisútvarpsins? Og nú ríða „meðlimir“ röftum á sömu stofnun og …

Lesa meira »

Older posts «