Fyrrum starfsbróðir úr fréttamennskunni skrifaði ( (18.12.2013): ,,Á heimleið í gær var ég – eins og gjarnan – með útvarpið í gangi og hlustaði með öðru eyra. Verið var að lesa auglýsingar. Ein hljómaði svona: „Flott föt fyrir flotta krakka frá Spáni og Ítalíu“. Því miður missti ég af hvaða verslun það var, sem …
Molar um málfar og miðla 1367
Þórður Guðmundsson skrifaði fyrir nokkru í athugasemdadálk Molanna. ; ,,Sæll Eiður, skoðaðu þetta: Þeir sem semja prófverkefni fyrir unglingana okkar verða að vanda sig sérstaklega vel, það er ekki gott að tala eingöngu um að krökkunum mistakist það þarf að skoða málfarið á prófverkefnunum líka. Hér er fyrsta spurningin á stærðfræðihluta PISA sem talsvert hefur …
Molar um málfar og miðla 1366
Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins (15.12.2013) stendur: ,,Ósennilegt er að Stalín gamli hefði hrotið um slíkt og því líkt í sínum villtustu draumum um eftirlit með almenningi.” Sennilega hefur Stalín hrotið og kannski hátt. En hér hefur sennilega átt að standa:…. hnotið um, ekki hrotið um. Að hnjóta um eitthvað er að hrasa um eitthvað …
Molar um málfar og miðla1365
Í hinni prýðilegu fornbókaverslun Þorvaldar Maríusonar í Kolaportinu er margan gullmolann að finna á gjafverði, – gjöf en ekki sala sagði gamall þingbróðir stundum. Þar kennir margra grasa. Þorvaldur benti Molaskrifari í gær (14.12. 2013) á bók sem Almenna bókafélagið gaf út 1969 þat sem er að finna úrval úr útvarpsþáttum Jóns Eyþórssonar veðurfræðings …
Molar um málfar og miðla 1364
Helgi Haraldsson, prófessor emererítus í Osló skrifaði Molum nýlega: ,,Enn segjast menn hafa farið í gegnum hurðir! http://www.dv.is/frettir/2013/12/7/johannes-nu-getid-thid-sagt-ad-mandela-hafi-opnad-fyrir-ykkur-hurdina/ “ Þegar þeir Ingi, Jóhannes og Róbert yfirgáfu herbergið opnaði Mandela hurðina fyrir þá félagana og sagði hlæjandi: „Nú getið þið sagt að Mandela hafi opnað fyrir ykkur hurðina.“ Ég trúi því ekki að Mandela hafi eyðilegt …
Molar um málfar og miðla 1363
Í fréttum Ríkisútvarps og sjónvarps frá Úkraínu hefur að undanförnu ýmist verið talað um Kiev eða Kænugarð, sem er hið forna íslenska heiti borgarinnar.(Borgarinnar, þar sem tveir skuggalegir KGB menn, í síðum frökkum með stóra hatta með slútandi börðum eltu þann sem þetta ritar hvert fótmál 1977 er hann brá sér í stutta kvöldgöngu frá …
Molar um málfar og miðla 1362
Umfjöllun í fréttum Ríkissjónvarps (30.11.2013) um glærusýningu ríkisstjórnarinnar í Hörpu um heimsmetið í skuldaniðurfellingu var mun betri en umfjöllun fréttastofu Stöðvar tvö. Það var eins og Stöð tvö gleypti hrátt og fyrirvaralaust næstum allt sem sagt var af hálfu ríkisstjórnarinnar í Hörpu en í Ríkissjónvarpinu voru yfirleitt settir eðlilegir fyrirvarar og minna um skilyrðislausar fullyrðingar,enda …
Molar um málfar og miðla 1361
Gunnar skrifaði (29.11.2013): Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, sagði: „Mörin er unnin og brædd og svo er hún hituð í þessum potti,“ í fréttum Stöðvar 2 þann 27. nóvember. Hið rétta er að MÖRINN er HITAÐUR og BRÆDDUR og svo er HANN HITAÐUR í pottinum. Í sama fréttatíma talaði borgarstjóri Reykjavíkur um að …
BRÁÐSKEMMTILEGUR ÖSSUR FER Á KOSTUM
Þegar ég var hálfnaður að lesa Ár drekans, – Dagbók Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra á umbrotatímaum, fór ég að kvíða því að bókinni lyki allt of fljótt. Það gerist stundum við lestur góðrar bókar, að minnsta kosti hjá mér. Mér fannst þessi dagbók Össurara eiginlega samfelldur skemmtilestur. Þetta var nánast eins og fullkominn pólitískur reyfari þeim …
Molar um málfar og miðla 1360
Það er flest slæmt í sambandi við niðurskurðinn og uppsagnirnar hjá Ríkisútvarpinu. Einna verst er að ráðist er sérstaklega á Rás eitt , menningarrásina þar sem eru margir frábærir og vandaðir dagskrárliðir. Rás eitt er meginstoð stofnunarinnar ( sem útvarpsstjóri ævinlega kallar ,,félagið”) Dregið úr hjá Kastljósi , einum þarfasta þætti sjónvarpsins, fréttatímum væntanlega fækkað …