Sunnudagsmoggi (02.09.2012) fær hrós fyrir frábærar myndir og frásögn þeirra Ragnars Axelssonar ljósmyndara og Haraldar Sigurðssonar jarðvísindamanns af ísbreiðum Grænlandsjökuls þar sem nú eru stórfljót og stöðuvötn en áður var þar ómælisvíðátta hjarnbreiðanna. Raunar er oft mjög áhugavert efni af ýmsu tagi í Sunnudagsmogga. Molaskrifara finnst það undarleg árátta hjá íþróttafréttamönnum að tala sífellt um …