Sjáöldin geta sagt til um sjúkdóma, segir í fyrirsögn á vef Ríkisútvarpsins (28.08.2012). Hér ætti með réttu að standa: Sjáöldrin geta sagt til um sjúkdóma. Hvar er málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins? Molaskrifara þótti undarlega tekið til orða í fréttum Ríkissjónvarps (28.08.2012) af framkvæmdum við Búðahálsvirkjun. Sagt var að 900 kíló af sprengiefni færu í hverja sprengju og …
Monthly Archive: ágúst 2012
Molar um málfar og miðla 994
Sókn enskunnar, ekki síst í auglýsingum, inn á málsvið okkar bar á góma hér nýlega. Í auglýsingu á Stöð tvö (27.08.2012) var sagt frá Ljósanótt í Reykjanesbæ. Þar var talað um Elly & Vilhjálmur tribute. Þetta er þarflaus sletta. Það var verið að segja okkur að minning þessara ágætu söngsystkina úr Höfnunum verði heiðruð á …
Molar um málfar og miðla 993
Enskan sækir allsstaðar á. Fram kom í fréttum nýlega að þess séu dæmi að grunnskólabörnum sé tamara að tjá hugsun sína með enskum orðum en íslenskum. Við þessu þarf að bregðast. Það eiga stjórnvöld að gera. En þar er sofið á verðinum. Hægt væri að beita Ríkisútvarpinu meira og betur í þessum efnum. Þar sofa …
Molar um málfar og miðla 992
Eftirfarandi línur bárust frá Molavin: ,,Morgunblaðið segir í dag, laugardaginn 25. ágúst, frá úrskurði áfrýjunarréttar í Bandaríkjunum, þar sem stjórnvöldum er bannað að fyrirskipa varúðarmyndir á sígarettupakka. Í fréttinni segir m.a. „Um er að ræða skammarlausar tilraunir til að kveikja tilfinningaviðbrögð (og mögulega skömm) og hræða neytendur svo þeir láti af reykingum,“ sagði dómarinn…“ Það …
Molar um málfar og miðla 991
Vita hlustendur Rásar tvö hvað kú-skali fyrir brönd er? Hafa þeir heyrt talað um Galileuhafið? Þetta er meðal þess sem bar á góma í vikulegum slúður- og slettu pistli (24.08.2012)sem Ríkisútvarpið kaupir af konu sem búsett er í Los Angeles (Ellei á máli Rásar tvö). Þetta bull vellur vestan að og er svo dembt yfir …
Molar um málfar og miðla 990
Molalesandi bendir á frétt á visir.is (23.08.2012):,,Bolt gæti farið í 400 metra og langstökk. Hraðasti maður allra tíma, Jamaíkumaðurinn Usain Bolt, er þegar byrjaður að hugsa um Ólympíuleikana í Ríó árið 2016… Hefði ekki verið fallegra að segja „fljótasti maður“ eða kannski „sprettharðasti“ maður…allra tíma? En það er samt kauðalegt. Best hefði verið t.d.: Sigurvegarinn …
Molar um málfar og miðla 989
Löng er hún Miklabrautin,, ef marka má fréttirnar á visir.is. Hún nær allt austur að Skeiðará ! Fyrirsögnin er: Miklabraut við Skeiðarárbrú lokuð vegna umferðarslyss og í fréttinni segir: Loka þurfti Miklubraut við Skeiðarárbrú eftir að nokkrir bílar lentu saman á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar á sjöunda tímanum í kvöld. Nokkrir bílar lentu saman! Bílarnir …
Molar um málfar og miðla 988
Konráð Erlendsson sendi Molum eftirfarandi (21.08.2012) og segir: ,,Öllu þessu tókst að troða í eina litla frétt á dv.is í morgun: „…..lögreglumaður er stórslasaður eftir afskipti af ungmennunum.“ (Varla er hann slasaður eftir það eitt að hafa afskipti af fólkinu, frekar eftir viðskiptin við þau eða átökin við þau.) „DV greindi frá því á dögunum …
Molar um málfar og miðla 987
Af mbl.is (20.08.2012): … eins og búast mátti við var veiðin góð en áin er í fínu vatni og allt eins og best verður á kosið,… Molaskrifari getur sér þess til að þegar sagt er að áin sé í fínu vatni sé átt við að hæfilega mikið sé í ánni, ekki of lítið , ekki …
Molar um málfar og miðla 986
Í kvöldfréttum Ríkisútvarps (18.08.2012) var sagt frá sumarbústaðarbruna í Reykholti, annar bústaður var í hættu, en slökkviliðið dældi vatni á svæðið og tókst að bjarga bústaðnum. Eða eins og mbl.is segir: Fram kemur í fréttinni að nærliggjandi sumarbústaður hafi um tíma verið í hættu en slökkviliðsmenn hafi brugðist skjótt við eftir að þeir komu á …