Af mbl.is (18.08.2012): Innanríkisráðherra Filippseyja, Jesse Robredo, er týndur eftir að flugvél sem hann var farþegi í hrapaði í hafið í dag að sögn þarlendra embættismanna. Tveir aðrir eru einnig sagðir vera týndir en flugvélin, sem var af gerðinni Cessna … Það er ekki vel að orði komist að segja um menn sem óttast er …
Monthly Archive: ágúst 2012
Molar um málfar og miðla 984
Fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með kosningabaráttunni vestur í Bandaríkjunum er ekki amalegt að geta horft á fréttir NBC á CNBC og fréttir CBS á Sky. Á CNBC kom fram að milljarðamæringurinn Romney borgar rúmlega 13% í tekjuskatt, minna en flestir Bandaríkjamenn í svokallaðri millistétt. Er það ekki brot á …
Molar um málfar og miðla 983
Það sem kalla mætti nefnifallssýki ágerist mjög í fjölmiðlum. Hér er dæmi af pressan.is (15.08.2012) Vegfarendur í Williamsburg í Bandaríkjunum brá heldur betur í brún þegar þeir sáu lík fljóta niður eftir Susqueanna ánni. Vegfarendur brá ekki í brún. Vegfarendum brá í brún, var brugðið. Önnur villa úr sömu frétt: Fólkið trúðu vart sínum eigin …
Molar um málfar og miðla 982
Kínverski ísbrjóturinn Snædrekinn lagðist við höfn í Kollafirði í morgun (14.08.2012) sagði fréttaþulur Stöðvar tvö. Skip leggjast ekki við höfn. Skip koma til hafnar eða í höfn. Kínverski ísbrjóturinn lagðist við akkeri á Kollafirði í morgun. Aukinheldur er engin höfn í Kollafirði. Leiknum lauk fjögur núll fyrir Völsungum var sagt í íþróttafréttum Ríkissjónvarps (13.08.2012). Fyrir …
981 Molar um málfar og miðla
Sagt var í hádegisfréttum Ríkisútvarps (11.08.2012) um varaforsetaefni Romneys , forsetaframbjóðanda Repúblikana vestra að hann sæti á neðri deild bandaríska þingsins. Menn sitja á þingi í Bandaríkjunum og sitja þá annaðhvort í fulltrúadeildinni eða í öldungadeildinni Ögmundur Jónasson vígði ekki nýjan minnisvarða um Hrafna Flóka norður í Fljótum eins og sagt var í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins …
Molar um málfar og miðla 980
Ágætur Molalesandi benti á (10.08.2012) að í frétt í Ríkissjónvarpvarpi um bónorð sem borið var upp á Eyjafjallajökli hefði verið sagt í texta að verðandi brúður væri svo yfir sig hrifin af Íslandi að hún væri heillum horfin ! Þetta er auðvitað út í hött. Að vera heillum horfinn, er að eiga sér ekki viðreisnar …
Molar um málfar og miðla 979
Molalesandi sendi ábendingu (11.08.2012) vegna fréttar á fréttavef Ríkisútvarpsins og sagði: Það gerist varla verra! http://www.flickmylife.com/archives/25224 Rétt er það. Varla gerist það verra en þegar Ríkisútvarpið skrifar um Hæðstarétt og nafnleind ! Þetta vekur spurningar um vinnulag á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ekkert gæðaeftirlit ( sem einu sinni hét yfirlestur) ?Engin verkstjórn? Fréttabarn á ferð? Annað fréttabarn …
Molar um málfar og miðla 978
Óttalegt barnamál var talað í Heimskringlu Stöðvar tvö (08.08.2012) þegar sagt var frá eldgosi á Nýja Sjálandi: … talið er að eldgosið hafi sprengt þrjú ný göt á fjallið. Hér hefði mátt segja að farið væri að gjósa á þremur nýjum stöðum á fjallinu eða að þrír nýir gígar hefðu myndast í fjallinu. Það var …
Molar um málfar og miðla 977
Málglöggur lesandi sendi eftirfarandi athugasemd. ,,Í fréttum RÚV í bítið í morgun (7.8. ’12) var forsætisráðherra Sýrlands sagður hafa ,,hlaupist undan merkjum“ þegar hann hætti í ógnarstjórn Assads forseta. Þar sem afsögn ráðherrans felur í sér að hann vill ekki lengur bera ábyrgð á borgarastyrjöldinni í landinu og standa að því að brytja lífið úr …
Molar um málfar og miðla 976
Næst stærsta þjóðhátíðin ,segir í fyrirsögn á mbl.is (06.08.2012). Í fréttinni kemur fram að átt er við næst fjölmennustu þjóðhátíðina. Viðvaningur á helgarvaktinni á mbl.is (06.08.2012): Samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélaginu er talið að um sé að ræða bjarnarmóður og þrír bjarnahúnar sem hafa sést á svæðinu að undanförnu. Hér hefði átt að segja: … er …