Stjórn Íbúasamtaka miðborgarinnar gagnrýna, var sagt í fréttayfirliti fyrir og eftir fréttir og í upphafi fréttar í hádegisfréttum Ríkisútvarps (04.08.2012). Hér hefði átt að segja: Stjórn Íbúasamtaka miðborgarinnar gagnrýnir … Stjórn ganrýna ekki. Stjórn gagnrýnir. Þeim bregst svo sannarlega ekki bogalistin þeim sem færa okkur fréttirnar á visir.is. Búnir að gefa skautbúningnum nýtt nafn: http://www.visir.is/dorrit-klaeddist-skrautbuningi-fra-1938/article/2012120809663 …
Monthly Archive: ágúst 2012
Molar um málfar og miðla 974
Nokkrum sinnum hefur verið nefnt hér óskiljanlegt dálæti fjölmiðlamanna á orðunum fjölskyldumeðlimur og áhafnarmeðlimur. Af vef Ríkisútvarpsins (04.08.2012): Clifton Truman Daniel, elsta barnabarn bandaríska forsetans Harry Truman, varð í gær fyrsti fjölskyldumeðlimur Truman-fjölskyldunnar til vera viðstaddur minningarathöfn í japönsku borginni Hiroshima … Fjölskyldumeðlimur fjölskyldunnar! Hversvegna ekki að nota hið ágæta orð afkomandi í stað þess …
Molar um málfar og miðla 973
Sagt var frá því í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (02.08.2012) að hvalaskoðunarbátur hefði strandað fyrir norðan. Aldrei nein hætta á ferðum, sagði fulltrúi eigenda bátsins. Molaskrifari hefði haldið að alltaf væri hætta á ferðum þegar skip stranda, ekki síst ef 35 manns eru um borð. Fréttamaður sagði hlustendum að þrír áhafnarmeðlimir hefðu verið um borð og siglt …
Molar um málfar og miðla 972
Af dv.is (01.08.2012): Aðilarnir vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn máls, að því er fram kemur í upplýsingum frá lögreglu. Ekki að spyrja að þessum aðilum. Aldrei til friðs. Voru þetta ekki bara menn? Og voru þeir ekki vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar máls, ekki fyrir rannsókn máls? Eruð þið með ykkar eigin gæda, var …
Molar um málfar og miðla 971
Sjónvarpsáhorfandi og Molalesandi sendi Molum eftirfarandi: ,,Leyfi mér að nefna atriði sem mér þykir hvimleitt í sjónvarpi þó að það varði ekki málfar. Þegar skilti birtist með frétt þar sem segir hver er viðmælandi o.s.frv. standa þau of stutt á skjánum. Slíkt skilti skiptir yfirleitt engu máli uppá myndina og má alveg standa lengur en …
Molar um málfar og miðla 970
Lesandi sendi eftirfarandi línur: ,,Sendi hér með kafla úr frétt Fréttablaðsins sem birtist jafnframt á vefnum visir.is. Hér hefur hraðinn borið athyglisgáfuna ofurliði… eða hvað? Eða menn ekki nennt að lesa yfir efnið. http://www.visir.is/ruturnar-faerdar-lengra-fra-leifsstod/article/2012707309991 Þar er sem sagt talað við Þóri Garðarsson hjá Iceland Excursion sem heitir svo allt í einu Garðar í tvö skipti …