Í fréttayfirliti í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (29.07.2012) var sagt: Drög að samningi liggur nú fyrir. Í fréttinni sjálfri var hinsvegar réttilega sagt að drög að samningi lægju fyrir. Hráþýðingar eru of algengar í fréttum. Þannig át hver fjölmiðillinn eftir öðrum á dögunum að yfirvofandi bardagi í borginni Aleppo í Sýrlandi yrði móðir allra bardaga. Bardaginn yrði …
Monthly Archive: júlí 2012
Molar um málfar og miðla 968
Í þætti á Rás eitt um Internetið (28.07.2012) var talað um löggjöf sem nýlega hefði verið tekin í notkun í Bretlandi. Eðlilegra hefði verið að tala um nýsamþykkt lög í Bretlandi, eða lög sem nýlega hefðu gengið í gildi í Bretlandi. Höftin hindra kauprétti, segir í fyrirsögn á mbl.is (28.07.2012). Molaskrifari játar að hann áttar …
Molar um málfar og miðla 967
Skrifað er á dv.is (25.07.2012): Þá lýsir leiðarahöfundur yfir áhyggjum af því að laumufarþegarnir af gistiheimilinu Fit hafi valdið Icelandair og öðrum hlutaðeigandi aðilum álitshnekkjum og kostnaði. Álitshnekkir er eintöluorð. Ekki til í fleirtölu. Ekki frekar en kostnaður. Víða hafa eldri íbúðarhús fengið nýtt hlutverk, stendur í myndatexta í fylgiriti Morgunblaðsins (26.07.2012). Eldri …
Molar um málfar og miðla 966
Enn taka menn þátt á mótum í íþróttafréttum Stöðvar tvö (24.07.2012). Málvenja er að tala um að taka þátt í einhverju. Í morgunfréttum Ríkisútvarps (27.07.2012) var enn einu sinni sagt frá ævintýramönnum sem kalla sig hælisleitendur og höfðu reynt að laumast um borð í skip í Sundahöfn. Sagt var að atburðurinn hefði gerst á Sundahöfn. …
Molar um málfar og miðla 965
Ætlar að halda sér á Íslandi í sumar, segir í fyrirsögn í Morgunblaðinu (24.07.2012), en þar segir manni sem ekki hyggst ferðast til útlanda í sumar. Máltilfinning Molaskrifara er sú að fyrirsögnin ætti að vera: Ætlar að halda sig á Íslandi í sumar. Ég ætla að halda mig heima í dag, ég ætla ekki að …
Molar um málfar og miðla 964
Óvenju margar misfellur voru á málfari í fréttum Stöðvar tvö á sunnudagskvöld (22.07.2012). Hér eru nokkur dæmi: Mjög litlar rannsóknir hafa verið gerðar um þetta krabbamein. Betra: Þetta krabbamein hefur mjög lítið verið rannsakað. Aldrei hafa fleiri leitað hælis hér á landi og í sumar. Betra: Aldrei hafa fleiri leitað hælis hér á en í …
Allt er þegar þrennt er í Skálholti -Lögbrot við kirkjuvegginn
Þessi grein birtist í Morgunblaðinu í dag, 24.07.2012. Allt er þegar þrennt er í Skálholti – Lögbrot við kirkjuvegginn Það þurfti þrjú bréf frá Ríkisendurskoðun til alþingismannsins Árna Johnsen til að fá þingmanninn til að fara að landslögum varðandi skil á bókhaldsgögnum frá svonefndu Þorláksbúðarfélagi. Félagið hefur staðið fyrir kofabyggingu við vegg dómkirkjunnar í Skálholti …
Molar um málfar og miðla 963
Í íslensku er áhersla jafnan á fyrsta atkvæði. Þetta mættu menn á Stöð tvö hafa í huga þegar Damaskus kemur við sögu í fréttum. Framburðurinn er ‘damaskus, ekki da’ maskus eins og sagt var í fréttum (21.07.2012). Það er enskur framburður að flytja áhersluna á annað atkvæði. Lesandi sendi eftirfarandi (22.07.2012)vegna fréttar á dv.is : …
Molar um málfar og miðla 962
Molavin vitnar í fyrirsögn á mbl..is (20.07.2012): Kallaði skotmann sturlaðan tíkarson. Hann segir síðan: ..Þetta er dæmi um það sem eitt sinn var kallað „hot-spring-river-this-book enska“ = hrá orðabókarþýðing. „Son of a bitch“ er blótsyrði á ensku en ekki á íslenzku. Hér eru til mörg orð sem lýsa andúð á manneskju, en *tíkarsonur* er ekki …
Molar um málfar og miðla 961
Það er ekki til fyrirmyndar þegar Morgunblaðið á bls. 2 (21.07.2012) birtir mynd af barni á þriðja ári sem situr á bryggjupolla við bryggjubrún með veiðistöng. Breytir þar engu þótt faðir barnsins hafi verið nærri. Hvað segir Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur, sem ötulast hefur barist fyrir auknu öryggi barna? Skelfilegar fréttir bárust frá Bandaríkjunum um fjöldamorð …