Málglöggur lesandi sendi Molum eftirfarandi: ,,Eitt af því sem mér þykir reglulega sorglegt er hvernig farið er með viðtengingarhátt og hjálparsagnir Hér er skrautlegt dæmi úr netútgáfu DV í dag (20. júlí): Faðir Romylyn var skotinn til bana í Filippseyjum árið 2009. Hann vildi að Romylyn myndi verða áfram hjá móður sinni og bréf þess …
Monthly Archive: júlí 2012
Molar um málfar og miðla 959
Athugull lesandi benti á frétt á mbl.is (19.07.2012) um að fleiri Danir giftist nú útlendingum. Fréttin er hér: http://www.mbl.is/frettir/erlent/2012/07/19/fleiri_danir_giftast_utlendingum/. Hann segir síðan: ,,Ef fleiri Danir giftast útlendingum en öðrum Dönum, þá ættu tveir þriðju nýrra hjónabanda Dana að vera við útlendinga. Það eru tveir Danir um hvert innbyrðis hjónaband, en einn í hverju hjónabandi við …
Molar um málfar og miðla 958
Mikilvægt er í fréttum að farið sé rétt með mannanöfn, – eins og allt annað reyndar. Í morgunútvarpi Rásar tvö (19.07.2012) var rangt farið með nafn formanns Samtaka aldraðra. Hann var sagður Jónsson, en er Jónasson, Erling Garðar Jónasson. Ekki heyrði Molaskrifari að þessi missögn væri leiðrétt. Ríkisútvarpið er heldur tregt til leiðréttinga, á þó …
Molar um málfar og miðla 957
Í fréttum Ríkissjónvarps (16.07.2012) var rætt um fjölda farþega sem færu um Heathrow flugvöll við London. Talað var um farþega sem færu í gegn um Heathrow. Ekki er Molaskrifari sáttur við það orðalag. Eldur í trollveiðafærum, sagði í fyrirsögn á fréttavef Ríkisútvarpsins (16.07.2012). Þarna var eldur í veiðarfærum. Kviknað hafði í botnvörpu, trolli. Það er …
Molar um málfar og miðla 956
Lesandi sendi þessar línur (15.07.2012): ,,Ekki veit ég hvort það er sett mönnum til gamans eða af hrekkleysi en á bls. tvö Fréttatímanum 13.-15. júlí, í greininni LAUMUFARÞEGINN OG SPORÐDREKINN OTTÓ ER ALLUR segir frá plágu af spánarsniglum. Þar er viðvörunin: Þessi rauðbrúni snigill er plága í Skandinavíu og óttast menn að hann sé að …
Molar um málfar og miðla 955
…þar verða allir hröðustu menn heimsins samankomnir, sagði íþróttaafréttamaður Stöðvar tvö (14.07.2012). Hann var segja frá íþróttamóti þar sem mestu hlaupagarpar í heimi reyna með sér. – Annie sem sigraði Heimsleikana í fyrra, sagði íþróttafréttamaður Ríkissjónvarpsins (14.07.2012). Það sigrar enginn leika fremur en keppni. Sami fréttamaður talaði um bát sem flaug í heilhring ! …
Molar um málfar og miðla 954
Lesandi bendir frétt á mbl.is (12.07.2012) sem ber fyrirsögnina: Fargjöldin ódýrari en í vor, http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/07/12/fargjoldin_odyrari_en_i_vor/. Hann segir síðan: ,,Hvernig skyldi t.d. 20.000 kr. fargjald vera verðlagt við sölu?? Í meginmáli fréttar kemur einnig fram, að verð séu nú ódýrari en fyrr. Af samhengi má þó ráða um sé að ræða lækkun fargjalda, það er …
Molar um málfar og miðla 953
Norskur miðvörður í Selfoss, sagði í fyrirsögn á fréttavef Ríkisútvarpsins (11.07.2012). Hvað skyldi þetta þýða? Knattspyrnulið á Selfossi hefur keypt sér norskan atvinnumann í knattspyrnu. Fyrsta frétt í seinni fréttum Ríkissjónvarps á miðvikudagskvöld (11.07.2012) var að bandaríska fulltrúadeildin hefði fellt frumvarp Obama forseta um heilbrigðismál. Ekki var þetta meiri frétt en svo vestra að …
Molar um málfar og miðla 952
Í fréttatíma Stöðvar tvö talaði fréttamaður (10.07.2012) um tvær líkamsræktir í húsi þar sem eldur kom upp. Slökkviliðsmaður sem rætt var við talaði hinsvegar um tvær líkamsræktarstöðvar. Betra. Þá komu áhafnarmeðlimir ítrekað við sögu í sama fréttatíma þar sem betra hefði verið að tala um skipverja. Lífseigt fyrirbæri áhafnarmeðlimir. Í myndatexta á forsíðu Morgunblaðsins (11.07.2012) …
Molar um málfar og miðla 951
Molaskrifari vitnaði að gefnu tilefni í setninguna ágætu: Árni á Á á á. Viðar Hjartarson bætti um betur. Hann segir: Enn má bæta um betur: Árni á Á á á á beit. Molaskrifari þakkar Viðari þessa ágætu sendingu. Lesandi benti á frétt á mbl. is um að þýska ríkið fái borgað fyrir að taka lán …