Monthly Archive: júlí 2012

Molar um málfar og miðla 950

Utan að sér heyrði Molaskrifari enn einu sinni að í auglýsingu á Stöð tvö (08.07.2012) var talað um að versla sér hótel á netinu, í merkingunni að panta og greiða fyrir hótel herbergi erlendis. Þeir sem bera ábyrgð á þessari auglýsingu ættu að sjá sóma sinn í að breyta henni til betra máls. Páll Vilhjálmsson …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 949

Úr mbl.is (07.07.2012) : ,,Þetta er rosalega góð byrjun,“ segir Trausti Bjarnason, bóndi á Á á Skarðsstönd, um veiðina í Krossá,… Gaman að þessu. Næstum eins gott og: Árni á Á á á.   Sívalaturn 375 ára, segir í fyrirsögn á fréttavef Ríkisútvarpsins (07.07.2012). Ætti að vera: Sívaliturn 375 ára.   Lesandi (07.07.2012) vísar á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 948

Hvergi í veröldinni gæti það líklega gerst nema í íslenska Ríkisútvarpinu að það væri fyrsta frétt í fréttatíma klukkan 22 00 á laugardagskvöldi (07.07.2012) að erlendur ferðamaður hefði misst framan af fingri við að setjast á stól! Ótrúlegt en satt.  Dálítið undarlegt orðalag í frétt á mbl.is (07.07.2012): Að minnsta kosti 46 létust þegar það …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 947

Í fréttum á miðnætti (05.07.2012) var sagt í Ríkisútvarpinu, að lögreglan hefði haft augu með konunni. Málvenja er að tala um að hafa auga með, ekki augu, fylgjast náið með einhverju.   Það var rangt fréttamat hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins (06.07.2012) að vera með sem fyrstu frétt í aðalfréttatíma kvöldsins að mál þar sem einn af …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 946

Í  fréttatíma Stöðvar tvö (05.07.2012) var rætt við roskin bresk systkin sem höfðu  siglt út fyrir Vestfirði þar sem  faðir þeirra fórst með bresku herskipi í  heimsstyrjöldinni síðari.  Talað var um rússneska skipalest ,sem er  rangt. Þetta var skipalest bandamanna  á leið til Rússlands með hergögn og birgðir af ýmsu tagi. Sagt var  að  skip …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 945

Ómar Einarsson sendi eftirfarandi (04.07.2012): Af www.visir.is í dag: http://visir.is/likamar-thotuflugmannanna-fundnir/article/2012120709562 ,,Líkamar þotuflugmannanna fundnir. Líkamar? Væri ekki nær að tala um lík? Hér er um að ræða þýðingu úr ensku og viðkomandi er greinilega ekki með neina tilfinningu fyrir íslensku máli. Spurning hvort blaðamenn verði ekki að lágmarki að hafa tekið eitt námskeið í þýðingum?” Molaskrifari …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 944

Í Molum gærdagsins var minnst á samninga og gagnkvæmt traust milli stjórnmálamanna. Molaskrifari var um nokkurra ára skeið þingflokksformaður Alþýðuflokks (sakna hans) sem oft þurfti að semja um framgang og afgreiðslu mála við pólitíska andstæðinga og samherja. Í mínum flokki var þá stundum uppi það sjónarmið að enginn samningur væri ásættanlegur nema fallist væri á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 943

Það er skynsamlegt hjá Sjálfstæðismönnum að ætla í sumar að semja tillögur um stjórnarskrárbreytingar sem miða að því að afmarka og skýra valdsvið og verkefni forseta Íslands eins og Birgir Ármannsson alþingismaður greindi frá í fréttum Ríkissjónvarps í kvöld. (02.07.2012). Þetta er ekki aðeins skynsamlegt að gera, heldur bráðnauðsynlegt í ljósi margvíslegra ummæla Ólafs Ragnars …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 942

Lesandi sendi þessa frétt af pressunni (27.06.2012):” Í frétt á Pressunni segir að lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í innlendri og erlendri mynt eru Baa3 en P-3 fyrir skammtímaskuldbindingar. Einnig kemur fram að í febrúar hafi Fitch hækkað einkunnir ríkissjóðs fyrir skuldbindingar í erlendri mynt úr BB+/B í BBB-/F3. Ég játa það fúslega að ég hafði …

Lesa meira »

» Newer posts