Fyrrverandi starfsbróðir bendir á frétt á vef Ríkisútvarpsins á fimmtudag (02.10.2014). Hann segir: ,,Blessaður, félagi. Þetta er af vef Ríkisútvarpsins í morgun. Gafst upp við að telja villurnar. Raunar ætti að vera saknæmt að skrifa þvílíkan texta til opinberrar notkunar. Hversu lengi getur vont versnað ?” Þegar Molaskrifari skoðaði fréttina á vef Ríkisútvarpsins var búið …
Monthly Archive: október 2014
Molar um málfar og miðla 1585
Úr forsíðufrétt í Fréttablaðinu (01.10.2014):,, Allar líkur eru á að ný stjórnsýslustofnun sem á að taka yfir málefni Barnaverndarstofu, Fjölmenningarseturs, réttargæslumanna fatlaðs fólks auk verkefna sem félagsmálaráðuneytið sinnir, verði komið fyrir á landsbyggðinni”. Sá sem þessa setningu skrifaði mundi ekki hvaðan hann fór, þegar komið var á leiðarenda. Ný stofnun verður ekki komið fyrir. Nýrri …
Molar um málfar og miðla 1584
Rafn bendir á frétt á mbl. is (29.092014) þar sem segir: Um helmingur ellilífeyrisþega heimsins fær engan ellilífeyri. Hann spyr:,, Hvernig er hægt að kalla þá ellilífeyrisþega sem fá engan ellilífeyri? “ Svarið er: Það er auðvitað ekki hægt. http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/09/30/helmingur_faer_ekki_ellilifeyri/ Úr fréttum Stöðvar 2 (29.09.2014): ,, Jón var saumaður ellefu spor î ennið”. …
Molar um málfar og miðla 1583
Snjóaði í fjöll í höfuðborginni, sagði í fyrirsögn á mbl.is (28.09.2014). Hvaða fjöll eru það nú aftur, sem eru í höfuðborginni? Öskjuhlíðin ? http://www.ruv.is/frett/snjoad-i-fjoll-i-hofudborginni Í fréttum um Estoniaslysið, sem varð fyrir tuttugu árum, var sagt í Ríkisútvarpinu klukkan 1500 á sunnudag (28.09.2014): …. að kinnungurinn brotnaði hreinlega af. Þetta er ekki mjög nákvæmt orðalag. …