Í fyrstu grein laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, segir: ,,Það skal leggja rækt við íslenska tungu, menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð” Þessa grein laganna brjóta umsjónarmenn Morgunútgáfunnar á hverjum einasta morgni, þegar troðið er erlendu slettunni standard inn í hlustir okkar sem enn reynum að halda tryggð við Ríkisútvarpið. Þessu er slett á okkur …
Monthly Archive: september 2014
Molar um málfar og miðla 1581
Molavin skrifaði (27.09.2014): ,,Menn geta deilt um stjórnarhætti Mjólkursamsölunnar, en Einar Sigurðsson forstjóri verður seint sakaður um að tala rangt mál. Í viðtali við Eyjuna segir hann MS bera hag neytenda fyrir brjósti. Það kemur orðrétt fram í tilvitnun í Einar í texta fréttarinnar. En sá sem matreiðir fréttina á Netið og semur fyrirsögn virðist …
Molar um málfar og miðla 1580
Ríkissjónvarpið boðar nú nýja þáttaröð um líf og störf lögreglumanna í Chicago. Molaskrifari hélt að búið væri að segja og sýna íslensku þjóðinni í Ríkissjónvarpinu allt sem hægt er að segja og sýna um löggulífið í Ameríku. Mál er að linni. Það er til nóg af langtum betra sjónvarpsefni. Ný fréttastofa hefur verið …
Molar um málfar og miðla 1579
Þáttur þeirra Láru Ómarsdóttur og Gísla Einarssonar, Risinn rumskar, í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi (25.09.2014), um eldsumbrotin í Bárðarbungu og gosið í Holuhrauni, var ágæt og fróðleg samantekt um atburðarásina fram að þessu. Ekki hefði þó verið verra að sjá meira af nýju myndefni. Þáttarins var að engu getið í prentaðri dagskrá í Morgunblaðinu. Þar …
Molar um málfar og miðla 1578
„Húsið ætti að vera komið upp í byrjun næsta árs og tilbúið útlitslega séð en síðan fer árið í vinnuna innandyra,“ af mbl.is (23.09.2014). Útlitslega séð. Það var og. Húsið verður risið og tilbúið að utan í byrjun næsta árs. Fréttin var um nýbyggingu í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Eins og nefnt hefur verið hér …
Molar um málfar og miðla 1577
Fyrrverandi starfsbróðir í fréttamennsku sendi Molaskrifara eftirfarandi (22.09.2014): ,, „Ekkert dregur úr framleiðslu hrauns“ segir á Mbl.is. og er þar átt við eldgosið í Holuhrauni. Furðulegt að blaðamanninum skuli ekki hafa dottið í hug hið ágæta orð hraunrennsli. Stundum er eins og menn séu ekki að hugsa um það sem þeim er borgað fyrir …
Molar um málfar og miðla 1576
Eftirfarandi mátti lesa m.a. á fréttavef Ríkisútvarpsins (21.09.2014):Orri frá Þúfu, einn frægasti stóðhestur landsins, er dáinn, 28 vetra gamall. Þetta var leiðrétt síðar og réttilega sagt, að hesturinn væri allur. Hann hefði verið felldur. Það var hálf óhugnanlegt að hlusta á lýsingar í Kastljósi gærkvöldsins (22.09.2014) á rotnu kerfi mjólkuriðnaðarins, MS, á Íslandi. Samkeppnislög ná …
Molar um málfar og miðla 1575
Af visir.is (18.09.2014) : Útlit er fyrir þó nokkurri gasmengun frá eldgosinu næstu tvo daga. Ekki gott orðalag. Hér hefði til dæmis mátt segja: Útlit er fyrir þó nokkra gasmengun frá eldgosinu næstu tvo daga. Klúðursleg þolmyndarnotkun í frétt á visir.is þenann sama dag: Þessum Jaguar E-Type var stolið af lögfræðingnum Ivan Schneider í …
Molar um málfar og miðla 1574
Umsjónarmenn Morgunútgáfunnar í Ríkisútvarpinu eru búnir að koma sér upp föstum lið. Síðasta lagi fyrir fréttir klukkan sjö á morgnana. Það heitir að vísu ekki síðasta lag fyrir fréttir. Þeir kalla það standard dagsins, eða standard morgunsins. Svo er leikið gamalt erlent dægurlag. Ekki skal haft á móti músíkinni. Kannski á þetta að koma í …
Molar um málfar og miðla 1573
Hvað gerðist hjá Ríkissjónvarpinu? Hversvegna var hætt við áður boðaða útsendingu skoska kosningasjónvarpsins, skyndilega og skýringalaust? Molaskrifari heyrði af sigri sambandssinna á BBC World Service á fimmta tímanum í nótt (19.09.2014) – þökk sé Vódafón á Íslandi og heyrði og sá Salmond ráðherra nokkru seinna viðurkenna ósigur, – þökk sé færeyska sjónvarpinu. Hversvegna bregst …