Monthly Archive: ágúst 2014

Molar um málfar og miðla 1556

  Fréttatímar sjónvarpsstöðvanna í gærkveldi (29.08.2014) um eldgosið stutta á gígaröðinni í Holuhrauni voru báðir ágætir. En viðtalið í Ríkissjónvarpinu við fréttamanninn á Fjórðungsöldu bætti nákvæmlega engu við. Í bakgrunni sást ekkert nema grámi og réttlæting viðtalsins virtist aðeins vera sú að fréttamaðurinn var þarna.   Á vef Ríkisútvarpsins var talað um Skipulagðan niðritíma á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1555

  Enn og aftur mæta fréttir Ríkissjónvarpsins afgangi, verða hornreka, þegar boltaleikir eiga í hlut. Síðast á miðvikudagskvöld (27.089. 2014) þegar fréttatími sjónvarps var styttur vegna boltaleiks. – Frammistaða fréttastofu aðfaranótt föstudags (29.08.2014), – gosnóttina var með miklum ágætum,- það sem Molaskrifari heyrði. Sama er að segja um nýja morgunþáttinn Morgunútgáfuna. Ríkisútvarpið getur slegið öllum …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1554

  Merkilega lítið kom út úr löngu viðtali í Kastljósi á þriðjudagskvöld við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.   Við vorum ekki miklu nær, nema um þá sannfæringu ráðherrans, að hún hefði eiginlega ekki gert neitt rangt. Það var svo sem ekki við fréttamanninn að sakast. Dálítið undarleg upplifun að horfa á ráðherra í ríkisstjórn Íslands í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1553

  Molavin skrifaði (24.08.2014): ,,Á NetVísi segir (24.8.2014): „Vissara að kasta af sér vatni áður en Justin stígur á stokk.“ Því fer fjarri að þetta sé undantekning í máli fréttabarna, sem rugla saman að stíga á stokk og stíga á svið. Í nokkrum bókum Íslendingasagna er talað um að síga á stokk og strengja heit …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1552

  Á laugardagskvöld (23.08.2014) var engu líkara en fréttastofa Stöðvar tvö væri farin á taugum í umfjöllun um eldgos eða ekki eldgos í Bárðarbungu. Það var óþægilegt, pínlegt, svo notað sé  svolítið vafasamt orðalag að horfa á atlögur fréttamanns að Magnúsi Tuma á Reykjavíkurflugvelli. Það var líka hálfkjánalegt að horfa á þennan ágæta  fréttamanna í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1551

Molavin skrifaði (22.08.2014): „of­hitn­un hef­ur átt sér stað og ollið elds­voða.“ segir á mbl.is (22.8.2014). Mis-sögnin „að olla“ virðist hafa fest sig í sessi í fréttaskrifum. Hér tekur blaðamaður texta orðrétt upp úr fréttatilkynningu Neytendastofu. Þarna leiðir haltur blindan. „Ofhitnun hefur valdið eldsvoða,“ ætti að standa þarna.- Enn einu sinni ! Makalaust. Molaskrifari þakkar bréfið. Hér er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1550

  Í morgunfréttum Ríkisútvarpsins á fimmtudag (21.08.2014) var talað um blóðlausa byltingu í Thailandi. Átt var við byltingu án blóðsúthellinga. Í hádegisfréttum sama miðils sama dag var talað fjallaskilastjóra. Átti að vera fjallskilastjóri, fjallkóngur, sá sem stjórnar leitum, gangnaforingi. Þetta var rétt í fréttum daginn eftir.   Mikið hefði verið gaman, ef Ríkissjónvarpið hefði nú …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1549

  Í Spegli Ríkisútvarpsins á þriðjudagskvöld (19.08.2014) var talað um að hætta gangnagerð á Gaza. Hefði auðvitað átt að vera gangagerð. Hér var ekki verið að notað fleirtölumyndina  göngur. Þetta er einhverskonar áráttuvilla. Heyrist  aftur og aftur.  Verkefni fyrir málfarsráðunaut sé hann enn á staðnum.   Glöggur lesandi benti Molum á þetta á dv.is (19.08.2014) …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1548

K.Þ Bendir á frétt á visir.is 819.08.2014), en þar segir m.a. ,,Frá því í morgun hefur hins vegar dregið verulega úr skjálftum í norðari þyrpingunni. Mikil virkni er þú enn í austari þyrpingunni.” Orðabókin gerir ekki athugasemd við norðari, en austari fann Molaskrifari þar ekki. Telur þó bæði orðin algeng í talmáli, þótt flestir segi nyrðri …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1547

  Af vef Ríkisútvarpsins (16.08.2014): „En í staðinn hafa menn hér verið að rekja úr einu víginu í annað. Hver ný uppljóstrun skaðar trúverðugleika ráðherrans. …” Þetta er haft eftir Ólafi Þ. Harðarsyni prófessor. En Ólafur orðaði þetta að sjálfsögðu ekki svona. Hann sagði:: ,,En í staðinn hafa menn verið að hrekjast úr einu víginu í …

Lesa meira »

Older posts «