Monthly Archive: ágúst 2014

Molar um málfar og miðla 1546

Í Ríkissjónvarpi og útvarpi er aftur og aftur (15.08.2014)  talað um að menn stigi til hliðar,(e. step aside) þegar eðlilegt væri að tala um að þeir segðu af sér. Sjá hér neðar í Molum.   Sigurður Sigurðarson skrifaði Molum (15.08.2014) : ,,Mekhissi-Benabbad var dæmdur úr keppni fyrir fagnarlætin og missti þar með að gullverðlaununum og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1545

  Auglýsingamiða frá Smáralind var stungið inn um bréfalúguna hjá Molaskrifara fyrir helgina. Á miðanum stendur : ,,Við styrkjum þig um 2.000 eða 3.000 kr. þegar þú verslar fyrir skólann hjá okkur.” Hér er sjálfsagt verið að beina orðum til nemenda, sem kaupa ritföng og bækur. En eftir orðanna hljóðan er verið að beina orðunum …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1544

Það er sannarlega þakkarvert að Vodafone á Íslandi skuli nú hafa byrjað útsendingar á BBC World Service fréttarásinni á FM 103,5. Áður mun 365 hafa séð um þetta, en sprakk á limminu. Enginn hagnaður í augsýn. Takk Vodafone. Það er gott að hafa aðgang að fréttum , þótt á ensku sé, allan sólarhringinn. Aumingjaskapur og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1543

  Rafn skrifaði (13.08.2014): „Sagt er: ,,x hefur veitt fjármunum til verkefnisins. Á að vera veitt fjármuni til verkefnisins. Fjármunir eru ekki vatn. Menn veita vatni á akra, en veita peninga til verka”. Molaskrifari þakkar þarfar ábendingar.“ Einhverra hluta vegna stóð ég í þeirri trú, að það hefði verð veitt fé til þess verks, sem …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1542

Molavin skrifaði (12.08.2014): ,,Blaðamenn Vísis eru ófeimnir við að birta rangar og kjánalegar þýðingar í fréttum sínum og setja stoltir nafn sitt með. Í frétt um ebólufaraldur (9. ágúst) segir m.a. „Jeremy Farrar, forstjóri Wellcome-safnaðarins, segir að það sé enn mjög ólíklegt að ebólufaraldurinn muni verða að heimsfaraldri þótt íbúum Vestur-Afríku standi enn gríðarleg hætta …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1541

  Fyrrum fréttamaður skrifaði (10.08.2014): ,,Fréttastofa Ríkisútvarpsins er stöðugt að læra góð vinnubrögð. Nú hefur hún tekið orðskrípið „íþróttapakki“ upp eftir Stöð 2. „Þéttur íþróttapakki í kvöld, farið ekki langt“, segja þeir á Stöð 2. Þetta ásamt öðru veldur ákveðnu hugarástandi hjá mér. Þetta hefðum við á mínum unglingsárum kallað „plebbahátt“, Já, það er einmitt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1540

Björn Jón Bragason skrifaði ((09.08.2014: Sæll, Eiður. Mig langar að koma ábendingu á framfæri við þáttinn þinn um miðla og málfar, þar sem ég veit að þátturinn er mikið lesinn. Þannig er mál með vexti að ég, rétt eins og fleiri, notast við talhólf hjá Símanum hf. Þegar þangað er hringt er rödd sem les …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1539

Molavin skrifaði (08.08.2014): „..sem lagst hafa á flótta“ sagði í kvöldfréttum Sjónvarps (8.8.14) þar sem rétt hefði verið að segja „…sem lagt hafa á flótta.“ Það heitir að leggja á flótta, ekki að leggjast á flótta. – Satt og rétt, – Molavin þakkar bréfið.   Aftur og aftur sér maður, að fólk ruglar saman , …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1538

Molavin skrifaði (07.08.2014): „Svakalegar markvörslur Hannesar í Noregi“ segir í fyrirsögn á visir.is (7.8.14). Höfundur fréttarinnar er nafngreindur og þar með upplýst um vanþekkingu hans á meðferð eintöluorða. Í ljósi þess að í liði fréttamanna hjá 365 eru ágætlega ritfærir fréttamenn er það leitt að vanþekking annarra á móðurmálinu skuli vera svo áberandi að það rýri tiltrú …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1537

  Málblómin dafna vel á þeim mikla fjóluakri mbl.is sem kallaður er Smartland Mörtu Maríu. Þetta er frá (06.08.2014): For­bes list­inn yfir hæst launuðustu leik­ara Hollywood vakti at­hygli þess að kon­ur fá enn lægri laun en karl­ar … Í texta sem er samtals sjö línur eru orðin hæstlaunuðustu notuð í fimm línum! – Hæst launuðu …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts