Það var ágætt að fá nýja heimildamynd um hið dularfulla hvarf þotu Malaysian Airlines, flugs MH370, í Ríkissjónvarpinu á mánudagskvöld (04.08.2014). Sárasjaldan sjást þar heimildamyndir um nýlega atburði. Á undan myndinni var sýnd dýralífsmynd frá BBC. Myndin um hvarf B-777 vélarinnar var einnig frá BBC. Einhver ætti að gauka því að innkaupastjórum í Efstaleiti, …
Monthly Archive: ágúst 2014
Molar um málfar og miðla 1535
KÞ benti á eftirfarandi á bleikt.is á pressan.is (04.08.2014) og segir: ,, Óttalega er þetta hringlóttur texti”: http://bleikt.pressan.is/lesa/hefur-thu-verid-ad-opna-appelsinu-vitlaust-allt-thitt-lif/ ,,Hvernig opnar þú appelsínu? Þetta er nú jafnvel ekkert stórmál en ef þú gætir einfaldað þér klístraðar hendur og appelsínusafann á bolnum þínum þá væri lífið örlítið einfaldara ekki satt? Hér er frábær leið til að opna …
Molar um málfar og miðla 1534
Alvarleg líkamsárás kom inn á borð lögreglunnar í nótt, var sagt í hádegisfréttum Bylgjunnar (02.08.2014). Molaskrifara finnst þetta heldur klaufalega orðað. Nema slegist hafi verið á borði lögreglunnar. Annarsstaðar var að sagt að fimmtíu mál hefðu komið inn á borð lögreglunnar. Hlýtur að vera nokkuð stórt borð. Málin komu til kasta lögreglunnar, hefði til …
Molar um málfar og miðla 1534
Alvarleg líkamsárás kom inn á borð lögreglunnar í nótt, var sagt í hádegisfréttum Bylgjunnar (02.08.2014). Molaskrifara finnst þetta heldur klaufalega orðað. Nema slegist hafi verið á borði lögreglunnar. Annarsstaðar var að sagt að fimmtíu mál hefðu komið inn á borð lögreglunnar. Hlýtur að vera nokkuð stórt borð. Málin komu til kasta lögreglunnar, hefði til dæmis …
Molar um málfar og miðla 1533
Í kvöldfréttum og Spegli Ríkisútvarps (31.07.2014) var margsinnis talað um gjaldfall Argentínu. Molaskrifari er sammála málglöggum hlustanda, sem vakti athygli hans á þessu. Hann sagði: Skuldir geta gjaldfallið,en skuldarar gjaldfalla ekki. Greiðslufall verður, ef skuld er ekki greidd á réttum tíma. Skuldir sem komast í vanskil, eru gjaldfallnar. Skuldarar gjaldfalla ekki. – Allt var …
Molar um málfar og miðla 1532
Tafir hafa nú þegar ollið alvarlegum truflunum, var sagt í hádegisfréttum Ríkisútvarps á miðvikudag (30.07.2014). Sögnin að valda veldur sumum fréttaskrifurum erfiðleikum. Málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins ræður greinilega illa við að kenna mönnum rétta notkun sagnarinnar. Tafir hafa nú þegar valdið alvarlegum truflunum. Sögnin að olla er ekki til í íslensku. Sölvi fréttaþulur Stöðvar tvö (30.07.2014) …