Monthly Archive: mars 2016

Molar um málfar og miðla 1907

Í NÓTT Í hádegisfréttum Ríkisútvarps á laugardag (12.03.2016) var sagt , að aflýsa hefði þurft kosningafundi Donalds Trumps í Chicago í nótt.  Fundinn átti ekki að halda í nótt heldur í gærkvöldi. Þetta var rétt í yfirliti í lok frétta. Þar var sagt, að fundinn hefði átt að halda í gærkvöldi. Molavin vék að þessari …

Lesa meira »

Molar ummálfar og miðla 1906

UM TÍMA OG FRAMBURÐ Molavin skrifaði (09.03.2016): ,, Forkosningar fóru ekki fram í nokkrum ríkjum vestanhafs í NÓTT eins og sagt var í fréttaskýringu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag, miðvikudag 9. mars. Það var kosið í gær og kosningum lauk árla kvölds þótt komin væri nótt í Reykjavík, þegar úrslit lágu fyrir. Þegar sagðar eru …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1905

NIÐURLÖG ELDS Rafn spyr í bréfi (08.03.2016): ,,Sæll Eiður Hefir þú heyrt talað um að vinna að niðurlögum elds eða einhvers annars??” Þakka bréfið , Rafn. Nei. Þetta orðalag hef ég aldrei heyrt. Geri ekki ráð fyrir að margir hafi heyrt svona til orða tekið. Rafn er hér að vísa til fréttar á mbl.is (07.03.2016) …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1904

LYSTISKIPIN Í fréttum Stöðvar tvö (07.03.2016) var sagt frá lystiskipum (sem ævinlega eru kölluð skemmtiferðaskip) sem væntanleg eru til landsins á árinu. Það fyrsta væri þegar komið. ,,Skipið heldur af landi brott í kvöld”, sagði fréttamaður. Kannski hefði verið betra að segja, að skipið léti úr höfn í kvöld. Fréttamaður sagði okkur líka frá Reykjavíkurhöfn …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1903

SLÆM HELGI HJÁ NETMOGGA Molavin skrifaði: ,,Svona er nú komið fyrir Morgunblaðinu (amk. netútgáfu þess). Í frétt í dag, 6.mars, segir orðrétt: „Þrítug kona var brennd til bana á föstu­dag­inn af bræðrum sín­um…“ og síðar: „Þeir fram­kvæmdu einnig jarðarför­ina sama kvöld…“ Les enginn yfir?” Nei, ágæti Molavin. Yfirlestur heyrir sennilega sögunni til á þessum bæ. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1902

AÐ MALDA Í MÓINN Molavin skrifaði (04.03.2016): „Hann (Ted Cruz) reyndi nokkrum sinnum að malda í móinn þegar hvað hæst lét á milli Rubio og Trump og bað Trump ítrekað um að anda rólega.“ Svo orðar fréttamaður Ríkisúrvarpsins á síðu RUV (4.3.2016) þegar hann greinir frá því að einn fjögurra frambjóðenda Repúblikana hafi í kappræðum …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1901

SINN OG HANS Þorsteinn Davíð Stefánsson skrifaði (02.02.2016): ,,Sæll, Eiður. Við lestur Moggans á netinu hnaut ég um einkennilegt orðalag. Þar er sagt að Osama Bin Laden hafi beðið föður sinn að annast eiginkonu hans. Ég hef vanist því að eigi orðið, annaðhvort sinn eða hans, við frumlagið skuli ,,sinn“ notað en eigi það við …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1900

BANASPJÓTIN Molavin skrifaði (02.03.2016): „Re­públi­kan­ar í Tra­vis-sýslu í Texas berj­ast á bana­spjót­um þessa dag­ana segir Netmoggi í dag (2.3.2016). Það er í sjálfu sér virðingarvert að blaðamenn noti fornar samlíkingar úr bardagasögum við kosningabaráttu nútímans, en þá verða þeir að þekkja þau orðtök, sem beitt er. Að berast á banaspjót(um) – en ekki berjast á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1899

  BÆJARSKRIFSTOFUR BÆJARINS Í sex fréttum Ríkisútvarps (27.02.2016) var fjallað um deilur í bæjarstjórn Kópavogs um það hvar skrifstofur bæjarins skyldu vera til húsa. Fréttamaður talaði um bæjarskrifstofur bæjarins. Bæjarfulltrúi ruglaði saman því að kjósa og geiða atvæði um eitthvað. Þessi ruglingur virðist því miður vera orðinn fastur í málinu. Þetta hefur nokkrum sinnum verið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1898

SÆLL Í SINNI TRÚ Víkverji Morgunblaðsins er sæll í sinni trú (26.02.2016) Víkverji trúir því greinilega og er sannfærður um að ekki þurfi aðra fjölmiðla á Íslandi en Morgunblaðið. Í Víkverjapistlinum segir: ,,Ef það er ekki í Morgunblaðinu skiptir það ekki máli, sagði ágætur maður fyrir margt löngu. Þessi staðhæfing lifir ekki aðeins góðu lífi, …

Lesa meira »

» Newer posts