MARG UMRÆDDUR VIÐTENGINGARHÁTTUR Molavin skrifaði (27.04. 2016): ,, Enn heldur Fréttastofa Ríkisútvarpsins áfram að misþyrma viðtengingarhætti. Þessi þráláta misþyrming móðurmálsins sýnir einbeittan brotavilja. „Ný lög takmarki framkvæmdir sveitarfélaga“ segir í fyrirsögn fréttar Rúnars Reynissonar (27.04.2016) og mætti ætla af henni að hvatt sé til þess að dregið verði úr framkvæmdum. Við lestur kemur í ljós …
Monthly Archive: apríl 2016
Molar um málfar og miðla 1937
VEÐRUN ALMANNATRAUSTS Lesandi benti Molaskrifara á þessa frétt á mbl.is (27.04.2016) og sagði, – ,,Hefði ekki verið betra að birta frumtextann. Þetta er óskiljanlegt”. Fréttina er rétt að birta í heild: ,, Lögreglustjórinn í Suður-Jórvíkurskíri í Bretlandi var leystur frá störfum í dag „í kjölfar aðdragana og útgáfu Hillsborough úrskurðarins“ hvers niðurstaða var …
Molar um málfar og miðla 1936
RUGLINGUR Í þessari frétt á mbl.is (26.04.2016) kemur fram að blaðamaðurinn, sem skrifar fréttina þekkir ekki, muninn á forsætisráðuneytinu og skrifstofu forseta Íslands. Skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins er tvisvar nefndur í fréttinni og raunar nafngreindur einu sinni, þegar spurningum er beint til forseta Íslands. Til forsetaskrifstofu. Þetta mun hafa verið leiðrétt er leið á daginn. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/04/26/olafur_ragnar_ekki_motad_afstodu/ Þetta …
Molar um málfar og miðla 1935
EKKERT LÁT Á AMBÖGUNUM K.Þ. skrifaði Molum (23.04.2016) og benti á þessa ambögu á vefnum Pressan – eyjan.is „… þar sem skoðanakannanir hafa verið óafgerandi í báðar áttir.“ Ambögurnar í þessari frétt eru reyndar fleiri. http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/04/23/obama-segir-breta-fara-aftast-i-rodina-ef-their-segi-sig-ur-esb-farage-obama-er-ad-rifa-nidur-bretland/ Hann bætir við: ,,Ekki virðast vera nein takmörk fyrir ambögunum!” Molaskrifari þakkar ábendinguna. UPP ÚR ÖLLU VELDI Miklu …
Molar um málfar og miðla 1934
POPPGOÐIÐ H. skrifaði Molum (22.04.2016): ,,Í Mogga dagsins stendur: Poppgoðið Prince látinn.” Þetta stangast á við máltilfinningu mína.” Sammála. Hér hefði átt að standa: ,,Poppgoðið Prince látið” . Goð er hvorugkynsorð. Þakka ábendinguna. BÍLVELTA VARÐ Áfram er haldið að segja í fréttum: Bílvelta varð. Af fréttavef Ríkisútvarpsins (231.04.2016): Tvær bílveltur urðu í nótt. Í …
Molar um málfar og miðla 1933
SKYLDI – SKILDI Molavin skrifaði (20.04.2016): „…(drottningin) var alltaf til staðar og skyldi þessar flóknu tilfinningar…“ segir í netfrétt Morgunblaðsins 20.04.2016 um Vilhjálm prins og hefur ekki verið leiðrétt allan morguninn. Það er með ólíkindum að starfandi blaðamenn á einu virtasta blaði landsins kunni ekki y-regluna en verra er þó að enginn taki eftir og …
Molar um málfar og miðla 1932
Gleðilegt sumar, kæru Molalesendur. Þakka ykkur samskiptin í vetur. AÐ SPILA LÍKAMLEGA! Molavin skrifaði ((19.04.2016) : „Þeir spila mjög líkamlega og fast…“ segir í upphafi íþróttafréttar Morgunblaðsins (19.04.2016). Hér er á ferðinni dæmi um það hve enskt mál er hráþýtt yfir á íslenzku, eða „orðabókarþýtt“ eins og sagt var forðum. Google-þýtt væri það trúlega …
Molar um málfar og miðla 1931
AÐ KOMA Í KOLL Helgi Haraldsson, prófessor emerítus í Osló, benti Molaskrifara (18.04.2016) á eftirfarandi úr Kjarnanum: ,,Hótanir Sádi-Araba gætu komið í bakið á þeim sjálfum” Helgi segir: ,,Enn verra, ef það kæmi þeim sjálfum í koll!” Satt segirðu, Helgi. Þakka ábendinguna. HEILU OG HÖLDNU Molavin skrifaði (18.04.2016): “ Þeir hafi allir komist heilir …
Molar um málfar og miðla 1930
BRESKA KONUNGSDÆMIÐ! Í Kastljósi gærkvöldsins (18.06.2016) var rætt við forseta mannréttindadómstóls Evrópu. Þar nefndi hann mál, sem hefði verið erfitt úrlausnar, mál Hollendingsins Hirst ,en á ensku sagði hann: ,, the case of the Dutchman Hirst against the United Kingdom. Íneðanmálstexta var okkur sagt frá máli Hollendingsins Hirst gegn breska konungsdæminu!!! Ríkissjónvarpið okkar á að …
Molar um málfar og miðla 1929
SUMARDAGURINN FYRSTI Á FIMMTUDEGI Molalesandi skrifaði (16.04.2016) ,, Heill og sæll, Í kvöldfréttum Sjónvarps í kvöld 16. apríl upplýsti fréttamaður, sennilega Hallgrímur Indriðason, áhorfendur um það, að Sumardagurinn fyrsti yrði næstkomandi miðvikudag. Hann leiðrétti sig síðar, augljóslega eftir athugasemd frá starfsfélaga, en leiðréttingin var aum. Hann sagði, að Sumardagurinn fyrsti yrði ekki á miðvikudag …