Monthly Archive: apríl 2016

Molar um málfar og miðla 1928

TILVÍSUNARFORNÖFN OG FLEIRA Þorvaldur skrifaði (13.04.2016): ,,Sæll Eiður. Enn eiga blaðamenn í erfiðleikum með tilvísunarfornöfn. Í vefmogga segir að óheimilt sé að fella tré á eignarlóðum sem eru eldri en 60 ára eða yfir 8 metrar á hæð. Minnir mann á auglýsinguna í sögunni af Bör Börssyni um rúm fyrir hjón sem eru á hjólum. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1927

AÐ FLOPPA Leikritið floppaði, sagði málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins í Málskoti í morgunútvarpi ( 12.04.2016). Það var og. Þetta á víst að heita gott gilt, en óformlegt, segir orðabókin. Í sama þætti var líka rætt um framburð á orðum, sem enda á –unum og venjulega er borið fram – onum, /stelponum/, /strákonum/. Þá rifjaðist upp fyrir Molaskrifara …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1926

HRÆÐANDI KALLAR OG LOFANDI HEITAVATNSÆÐAR Sigurður Sigurðarson skrifaði Molum (11.04.20016): ,,Sæll, „Niðurstöðurnar benda einnig til að karlmenn þyki vera meira hræðandi en konur þegar fólk gerir sér óviðkunnanlegt fólk í hug.“ Þetta er úr vefritinu pressan.is Frekar kjánaleg málsgrein og margt bendir til að hún sé þýdd af meiri vilja en getu. Furðulegt að höfundurinn, Kristján …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1925

Á STYKKISHÓLMI ,,Bifreið fór í höfnina á Stykkishólmi …” var sagt í fréttum Ríkisútvarps klukkan  15 00 á sunnudag. Þetta var lagfært seinna, en föst málvenja er að segja í Stykkishólmi. Áfram var hinsvegar aftur og aftur sagt,- þegar björgunaraðilar náðu á vettvang. Í frétt mbl.is var hinsvegar talað um björgunarmenn. Betra.   ENSK LEIKRIT? …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1924

TRAUSTLEYSI ! Nýr forsætisráðherra notaði nýtt orð, sem Molaskrifari hefur ekki heyrt áður í fréttum Ríkissjónvarps á föstudagskvöld (08.04.2016). Hann talaði um traustleysi. Hann veigraði sér ef til vill við að nota orðið, sem rétt hefði verið að nota, – það sem hann kallaði traustleysi kallar fólk vantraust.   PEMPÍULEGA ORÐALAGIÐ Molaskrifari er orðinn hundleiður …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1923

DAGSKRÁ ÚR SKORÐUM Það var mjög eðlilegt að  dagskrá Ríkissjónvarpsins færi nokkuð úr skorðum á miðvikudagskvöld (06.04.2016) og lítið við því að segja. En þetta virtist eiginlega vera stjórnlaust. Dagskrárbreytingar, sem aldrei urðu, voru kynntar á skjáborða: Kiljan hefst klukkan 21 20. Hvað varð annars um Kiljuna? Engar skýringar voru gefnar, – svo ég heyrði …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1922

GÆRKVÖLDIÐ Í PÓLITÍKINNI Molaskrifari hefur áður nefnt frábæra frammistöðu fréttastofu Ríkisútvarpsins í hinni pólitísku ringulreið undanfarna daga. Þar hafa margir lagt hönd á plóginn, lagst á eitt, og unnið vel, bæði fréttamenn og ekki síður tæknimenn. Þeirra hlut má ekki vanmeta. Gaumgæfinn og yfirvegaður Guðni Th. Jóhannesson prófessor og sagnfræðingur gaf allri þessari umfjöllun líka …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1921

HRINGAVITLEYSA OG AÐ STÍGA TIL HLIÐAR Enn þvældu stjórnmálamálamenn og einstaka fréttamenn um það í fréttum gærdagsins (05.04.2016) að Sigmundur Davíð væri að stíga til hliðar eða stíga niður. Í sjónvarpsfréttum gærkveldsins talaði Bogi réttilega um að hann væri að segja af sér. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafði tilkynnt að hann ætlaði að segja af sér. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1920

BAKKAFULLUR LÆKUR Molaskrifari ætlar ekki að bera í bakkafullan lækinn í dag með umfjöllun um pólitíska atburði gærdagsins. Flest bendir til að dagar Sigmundar Davíðs í embætti forsætisráðherra séu taldir. Hann virðist hvorki njóta stuðnings sinna manna né þingmanna í samstarfsflokknum.   AÐ SETJA OFAN Í VIÐ Að setja ofan í við einhvern ,er að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1919

ÞRUMU LOSTIN ÞJÓÐ Eftir Kastljós gærkvöldsins er þjóðin þrumu lostin. Forsætisráðherra á engan kost annan en að segja af sér. Forsætisráðherra Íslands og frú voru í gærkvöldi fréttaefni heimsmiðlanna, svona milli Pútíns og forseta Úkraínu . Það var þá líka landkynningin! Morgunblaðið býsnast næstum yfir að Jóhannes Kr. Kristjánsson hafi fengið 1,5 milljónir fyrir sína …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts