Molavin skrifaði (09.03.2014): ,,Er það rangminni mitt frá bernskuárum í sjávarþorpi, að talað hafi verið um dekkhlaðin skip eða báta? Þá voru ekki aðeins lestir fullar heldur skellt upp borðum á hliðar og dekk líka fyllt af síld. Það gat orðið hættuleg sigling og öll áhöfnin stóð á brúarvæng og var aðeins gert þegar sléttur …
Search results for: fréttabörn
Molar um málfar og miðla 1413
Molavin skrifaði (13.02.2014): „Formaður Viðskiptaráðs þykir heppilegra að ljúka aðildarviðræðum…“ segir í undirfyrirsögn viðskiptablaðs Mbl. í dag 13. feb. Mistök af þessu tagi, sem enginn virðist prófarkalesa, eru að verða daglegt brauð í fjölmiðlum. Er hugsanleg skýring sú að fréttaskrif séu að mestu að verða í höndum ungs fólks, sem er vanast því að …
Molar um málfar og miðla 1408
Ólafur Sindri skrifaði (006.02.2014): ,,Á vef DV birtist í dag frétt undir fyrirsögninni „Sviðin hækka í Bónus“ (http://www.dv.is/neytendur/2014/2/6/svidin-haekka-i-bonus-4GEFU7/). Heyr á endemi. Hvað hækka sviðin? Kastar svo tólfunum í sjálfri fréttinni þar sem hækkunin er útskýrð með því að „sviðin frá þeim birgja sem Bónus kaupir af voru búin“ – þessi fréttabörn ættu e.t.v. ekki að …
Molar um málfar og miðla 1404
Ævinlega finnst Molaskrifara jafngaman að sjá myndir frá gömlum tíma hér á landi. Þess vegna, meðal annars,var fengur að myndinni um Eimskipafélag Íslands, sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöld (02.02.2014). Margt fróðlegt þar. Nokkrir hnökrar voru þó í texta og misræmi á tveimur stöðum. Annarsvegar varðandi það hvenær siglingar hófust vestur um haf. …
Molar um málfar og miðla 1380
Frá Molavin: ,,Á vef ruv.is 6.1.14 segir í fréttafyrirsögn: Segja Mugabe ekki á banlegunni. Einkennilega til orða tekið. Hann gæti verið á banabeði eða legið banaleguna.” Rétt ábending. Sjá: http://www.ruv.is/frett/segja-mugabe-ekki-a-banalegunni. Þetta var enn óleiðrétt á vef Ríkisútvarpsins undir kvöld í gær. Mikil velta með hlutabréf Reginn í dag, segir í fyrirsögn á visir.is (06.01.2014): http://www.visir.is/mikil-velta-med-hlutabref-reginn-i-dag/article/2014140109420 Hér …
Molar um málfar og miðla 1378
Molavin skrifaði (02.01.2014): ,,Svo segir í fyrirsögn á dv.is (2.1.14): ,,Vann 90 milljónir í Víkingalottói. Vinningshafinn kemur frá Finnlandi“ Samkvæmt orðanna hljóðan mætti ætla að hinn heppni væri væntanlegur hingað til lands frá Finnlandi. Af öðrum netmiðlum má skilja að hann sé finnskur. Það er engu líkara en að það sé að verða venja að tala um …
Molar um málfar og miðla 1369
Molavin skrifaði ( 21.12.2013): ,,88 slasaðir eftir að leikhúsþak hrundi“ sagði í fyrirsögn Morgunblaðsins 20.12.2013. Í sjálfu sér ekki alrangt, en það er orðið hvimleiður og ríkjandi ósiður í fréttaskrifum að segja að fólk slasist EFTIR slys. Það er slys þegar fólk slasast. Málvenja hefði verið að segja að 88 hafi slasast ÞEGAR þak hrundi. “ …
Molar um málfar og miðla1365
Í hinni prýðilegu fornbókaverslun Þorvaldar Maríusonar í Kolaportinu er margan gullmolann að finna á gjafverði, – gjöf en ekki sala sagði gamall þingbróðir stundum. Þar kennir margra grasa. Þorvaldur benti Molaskrifari í gær (14.12. 2013) á bók sem Almenna bókafélagið gaf út 1969 þat sem er að finna úrval úr útvarpsþáttum Jóns Eyþórssonar veðurfræðings …
Molar um málfar og miðla 1325
Molavin skrifaði (13.10.2013): ,,Jónas Kristjánsson hefur rétt fyrir sér þegar hann fjallar um hnignun hefðbundinna fjölmiðla. Þeir eru að verða gagnslausir þegar bezt lætur og oftar en ekki varhugaverðir vegna hroðvirkni og þekkingarleysis starfsfólks og metnaðarleysis stjórnenda. Í Vísisfrétt 9. okt. sl. er sagt að íslenzka vegabréfið sé það áttunda bezta í heimi, samkvæmt …
Molar um málfar og miðla 1317
Glöggur Molalesandi skrifaði (01.10.2013): Var að hlusta á eftirmiðdagsþátt Bylgjunnar í útvarpinu á leið heim. Tvímenningarnir, sem stjórna þeim þætti, hófu mál sitt á því að segja að nú væri búið að aflétta trúnaði af fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. ,,Mikið hefur verið rætt um mikil niðurskurðaráform í frumvarpinu. Við fáum nú ekki séð merki þess“, sögðu þeir …