Search results for: fréttabörn

Molar um málfar og miðla 1315

  Stöð tvö ætti eiginlega að fá skammarverðlaun fyrir þáttarnafnið Ísland got talent. Skelfilegt heiti. Atlaga gegn tungunni og gæðastimpill á slettu. Fjas um hugverkarétt í þessu samband,- að nota verði enskt nafn er út í hött. Það hefur verið bent á að slíkar reglur gildi ekki í öðrum löndum. Til að bæta gráu ofan …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1307

Lesandi skrifaði Molum (20.09.2013): Aðalforsíðufréttin i Vísi – net útgáfunni – er kynnt svona: ,, Júlíus Vífill Ingvarsson stefnir ótrauður a fyrsta sætið í Reykjavík. Þorbjörg Helga liggur undir felld…..“ Liggur undir – hverjum? Felld – bara fallin strax! Uppsláttur við hæfi illa skrifandi fréttabarna. Þá heyrði ég nú i annað sinn i hádegisfréttum Bylgjunnar …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1300

Málglöggur maður skrifaði Molum (06.09.2013): ,,Hér er merkileg villa, sem ég hélt að enginn lenti í: Skelfilegt slys Pilturinn sem lést hefur birt myndbönd af þyrluflugi sínu á YouTube. Hér má sjá hann með einni af fjarstýrðu þyrlunum sínum. ætti að vera: „má sjá hann hér með eina af þyrlunum sínum Það er mikill munur á því …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1289

Í morgunfréttum Ríkisútvarps , klukkan sex á mánudagsmorgni (26.08.2013) var talað um þjóðarrétt Breta , djúpsteiktan fisk og franskar kartöflur ( fish and chips sem oftast er ,eða var,pakkað inn í gömul dagblöð).Þetta var svo endurtekið í fleiri fréttatímum. Þetta voru kallaðar veigar, en veig er vín , áfengur drykkur. Ekki er vitað til þess …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1278

Enn er spurt: Hversvegna kemur Ríkissjónvarpið óheiðarlega fram við okkur? Hversvegna segir það okkur ekki satt? Hversvegna var okkur ekki sagt að þáttur Egils Helgasonar og Þorleifs Friðrikssonar um verkamannabústaðina við Hringbraut , Verkamannafélagið Dagsbrún og Héðin Valdimarsson sem sýndur var á miðvikudagskvöld(13.08.2013), væri endursýnt efni? Þetta var gamalt efni úr Kiljunni. Fróðlegt og áhugavert, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1276

Í fréttum Ríkisútvarps á miðnætti á laugardagskvöld (10.08.2013) og í næsta fréttatíma var okkur sagt að forseti Bandaríkjanna væri kominn í frí á vínekru á austurströnd Bandaríkjanna! ,,Barrack Obama Bandaríkjaforseti er kominn í sumarfrí. Samkvæmt fréttatilkynningu er hann kominn úr jakkafötunum og mun eyða næstu vikunni á vínekru á austurströnd Bandaríkjanna”. Hér hefur eitthvað skolast …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1265

  Góðvinur Molanna benti skrifara á sérstæða íþróttafrétt, sem birtist á visir.is í vikunni (24.07.2013): Leikmönnum skoska knattspyrnuliðsins Rangers í Glasgow var vel brugðið á æfingu liðsins í gær. Knattspyrnurnar voru í léttri upphitun þegar elding birtist ofan við æfingu þeirra. Leikmennirnir kipptust eðlilega við og var létt brugðið. Sjá hér:http://visir.is/elding-hraeddi-leikmenn-rangers/article/2013130729620Þetta er með ólíkindum.  Þeir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1250

Í hádegisfréttum Bylgjunnar (09.07.2013) sagði frá sjómanni er átti fótum fjör að launa er eldur kom upp í báti hans. Hann var einn um borð í litlum plastbáti en báturinn var um tvær sjómílur norðaustur af Garðskaga. Manninn sakaði ekki en báturinn sökk. Það er ekki öllum gefið að geta gengið á vatni, en það …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1249

Molavin skrifaði: ,,Fréttabörnin á Vísi ráða ekki við að koma einni setningu óbrenglaðri frá sér, sbr. visir.is í dag, 5.7.: ,,Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden barst bónorð á dögunum frá einum frægasta einkaspæja Rússa, Önnu Chapman.“ Fyrir nú utan það að Anna Chapman var njósnari Rússa en ekki einkaspæjari.” Molaskrifari þakkar bréfið. Egill Þorfinnsson skrifarði Molum þetta ágæta …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1247

Í fréttum Ríkissjónvarps (03.07.2013) talaði fréttaþulur um gangnamunna Vaðlaheiðarganga. Þetta hefur oft verið nefnt áður í Molum. Eignarfallsfleirtalan gangna er af orðinu göngur, fjárleitir að hausti, sbr. gangnamenn. Göngur og réttir heitir bókaflokkur sem var kunnur að minnsta kosti á árum áður. Hér hefði átt að tala um gangamunna, op jarðganganna. Er það ágætum fréttamönnum …

Lesa meira »

Next page »

« Previous page