Search results for: fréttabörn

Molar um málfar og miðla 1232

Molalesandi vitnar í netfrétt á dv.is (15.06.2013) um lát fyrsta Ferrari sigurvegarans.), en þar segir: ,,Gonzalez keppti í formúlunni þar til árið 1960. Luca di Montezemolo forseti Ferrari samsteypunnar syrgir Gonzales og segir fyrirtækið hafa misst sannan vin. „ Fréttin af andláti Gonzales syrgði mig mikið. Við spjölluðum nýverið saman, töluðum um kappakstur og bíla …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1231

Góðvinur Molanna, Helgi Haraldsson, prófessor emerítus í Osló, sendi eftirfarandi: „„Að sjálfsögðu eru þau ekki búin að slíta samvistir og hún verður auðvitað hér á þjóðhátíðardaginn,“ segir Örnólfur Thorsson,“ Helgi bætir við: ,,Ég trúi því ekki að Örnólfur hafi komist svona að orði!” Molaskrifari þakkar sendinguna. Í Kringlunni (14.06.2013) vék sér maður að Molaskrifara og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1207

Á miðvikudag (15.05.2013) flaskaði fréttastofa Ríkisútvarpsins á umfjöllun um gjald fyrir strandveiðileyfi eins og vikið var í Molum (1205). Sagði að menn greiddu níu krónur og fimmtíu aura fyrir þorskígildistonnið. Átti að vera fyrir kílóið. Munurinn var þúsundfaldur. Svipað henti Mogga sama dag sem í sínum óendanlega Evrópufjandskap sagði lesendum sínum að ekki svaraði lengur …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1180

Tvær kosningar í röð … , sagði fréttamaður Stöðvar tvö (11.04.2013). Eiginlega hefði maður haldið að það væru bara fréttabörnin sem gerðu sér ekki grein fyrir því að kosningar er fleirtöluorð og því hefði fréttamaður átt að segja: Tvennar kosningar í röð …. Á miðvikudagskvöld (10.04.2013) var sagt í Ríkissjónvarpinu að kvöldið eftir mundi Bjarni …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1179

Enn eflir Ríkisútvarpið framlag sitt til málverndar eins og því ber skylda til lögum samkvæmt. Málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins hefur ákveðið, úrskurðað eða dæmt að orðið Evróvisjón skuli útlægt gert. Orðið er svona hálfíslenskun á ensku orði. Eurovision skal fyrirbærið heita upp á ensku! Boðskapurinn hefur verið sendur til starfsmanna. Næst kemur væntanlega frá Ríkisútvarpinu að ekki …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1175

Molavin vitnar í visir,is (06.04.2013): „Töluverður viðbúnaður var á Tryggvagötunni í dag þar sem tilkynningin til Neyðarlínunnar hljómaði á þá leið að tvær konur væru meðvitundarlausar í bifreið eftir að hafa klesst á vegginn. “ Það barnamál er tvítekið í fréttinni að bíll „hafi klesst“ á húsvegg – og hvernig „hljómar“ tilkynning til Neyðarlínunnar? Fréttabörnin …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1152

Hafa þessir föstu bílar verið að olla miklum vandræðum? Þannig spurði fréttamaður Ríkisútvarps í hádegisfréttum á miðvikudag (06.03.2013) í annars prýðilegu yfirliti yfir ófærð og óveður á Suðvesturlandi. Sé málfarsráðunautur enn starfandi við Ríkisútvarpið ætti hann að halda sérstakt námskeið um notkun og beygingu sagnarinnar að valda. Það er engin sögn til í íslensku sem …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1148

Lesandi skrifar (28.02.2013): ,,Mér finnst orðið staðgöngumóðir vera bærilegt en staðgöngumæðrun finnst mér nánast vera skrípi. Hvernig væru orðin: vildarmóðir, vildarmeðganga …?” Þessu er hér með komið á framfæri.   Ríkissjónvarpið sýndi í vikunni ágæta heimildamynd um feril og endalok ,,slátrarans frá Lyon” nasistaforingjans Klaus Barbie. Í allri hógværði mætti benda þeim í Efstaleiti á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1114

Hlustendakannanir Ríkisútvarpsins hljóta að hafa leitt í ljós að þúsundir íslenskra barna sitji við viðtækin á milli klukkan hálf átta og átta á sunnudagsmorgnum. Þá er á dagskrá þátturinn Leynifélagið, fyrir alla krakka, eins og það er orðað í kynningu á þættinum. Þátturinn væri vart endurtekinn á þessum tíma nema því aðeins að dagskrárstjórar viti …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 988

Konráð Erlendsson sendi Molum eftirfarandi (21.08.2012) og segir: ,,Öllu þessu tókst að troða í eina litla frétt á dv.is í morgun: „…..lögreglumaður er stórslasaður eftir afskipti af ungmennunum.“ (Varla er hann slasaður eftir það eitt að hafa afskipti af fólkinu, frekar eftir viðskiptin við þau eða átökin við þau.) „DV greindi frá því á dögunum …

Lesa meira »

« Previous page