Í DV (0.1-03.07.2014) var smáfrétt um ábyrgð flugfélaga þegar farangur farþega skilar sér ekki. Þar segir:.. Ef að (svo!) taskan finnst ekki innan þriggja vikna er hún formlega ,,týnd” en á meðan er flugfélagið skuldbundið til að sjá farþegum fyrir nauðsynjavöru svo sem salernisvöru, nærfötum og öðrum nauðsynjum sem kunna að vera í töskunni.” Sjá …
Search results for: fréttabörn
Molar um málfar og miðla 1502
Molavin skrifaði: ,, „Árásaraðila var leitað án árangurs en árásarþola sem var með skurð á augabrún var ekið á bráðamóttöku til aðhlynningar.“ Svona var skrifað í mbl.is-frétt 24.06.2014. Ef til vill eru þessi orð höfð orðrétt eftir tilkynningu lögreglu, en engu að síður mættu blaðamenn hafa almennt mannamál í huga þegar sagðar eru fréttir. „Sakbornings var …
Molar um málfar og miðla 1501
Íþróttadeild Ríkissjónvarpsins heldur áfram að beita ofbeldi í dagskránni. Í gærkveldi (24.06.2014)var fótboltaleik lokið klukkan 21 55. Tíufréttir hefðu átt og hefðu getað hafist klukkan 22 00. Nei. Þá tók við innihaldslaust tuðrutuð í 20 mínútur og vel Það það með löngum auglýsingum. Tilgangur tuðsins sá einn að segja fólki hvað því ætti að finnast …
Molar um málfar og miðla 1488
Molavin skrifaði (05.06.2014): „Þar hafði verið brotin rúða og stolið sjóðsvél. Málið í rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.“ (Mbl-frétt 6.6.14) Fréttabörn hafa ekki fengið þjálfun í því að umorða fréttatilkynningar lögreglu. Það segir sig sjálft í frétt um innbrot í hús í Reykjavík hvaða deild lögreglunnar rannsakar málið. Fullkominn óþarfi og málalenging að tala um …
Molar um málfar og miðla 1476
Prýðileg umfjöllun Kastljóss um hlunnindaklerka á miðvikudagskvöld (21.05.2014). Þetta var raunveruleg rannsóknarblaðamennska. Greinilegt að mikil vinna hefur verið lögð í upplýsingaöflun og vinnslu myndefnis. Jóhannes Kr. Kristjánsson á heiður skilinn. Ótrúlegar tölur sem þarna voru nefndar. Lofsvert að biskup skuli ætla að endurskoða þetta gamla, úrelta og rotna kerfi. Agnes biskup mun mæta harðri andstöðu, …
Molar um málfar og miðla 1469
Í fréttayfirliti hádegisfrétta Ríkisútvarpsins sl. sunnudag (11.05.2014) var sagt: Hin austurríska Conchita Wurst sigraði Júróvisjón með yfirburðum í gærkvöld. Sem sagt, söngvakeppnin steinlá. Var gjörsigruð. Enginn les yfir áður en lesið er yfir okkur. Í fréttum Ríkisútvarps (14.05.2014) frá Tyrklandi var sagt að lögreglan hefði beitt táragasi og vatnsdælum til að leysa upp …
Molar um málfar og miðla 1452
Hnökrar voru á málfari í fréttum Stöðvar tvö á föstudagskvöld (11.04.2014). Þar var sagt: ,, … hvort Fjármálaeftirlitið hefði gengið á eftir sparisjóðunum með þetta”. Rétt hefði verið að segja til dæmis: Hvort Fjármálaeftirlitið hefði gengið eftir því við sparisjóðina að …. Einnig sagði fréttamaður: ,, … hversu stuttan tíma þingmönnum var gefinn til …” …
Molar um málfar og miðla 1451
Molavin skrifaði (10.04.2014): Af vef mbl.is (10.4.14): ,,Alls slösuðust tólf, þar af tveir alvarlega þegar bifreið ók inn í leikskóla í bænum Orlando í Bandaríkjunum.“ – ,,Hér er óupplýst fréttabarn að verki. Orlando er stór borg en ekki bær, og hún er í ríkinu Flórída, sem er hluti Bandaríkjanna. Fyrir óvönduð vinnubrögð við fréttaskrif er Morgunblaðið búið að glata virðingu …
Molar um málfar og miðla 1444
TH benti á eftirfarandi frétt af visir.is (30.03.2014): http://www.visir.is/vinkonur-johonnu-medal-theirra-fyrstu/article/2014140339992 ,,Hjónabönd samkynhneigðra fóru fram í fyrsta skipti í Bretlandi í gær.“ Hann segir: ,,Einhvern veginn finnst mér þetta ekki alveg ganga upp, enda er sagt, í fréttinni sjálfri, að hjónavígslur hafi farið fram, sem er dálítið annað.” Meira frá sama um frétt á visir.is: http://www.visir.is/utlit-fyrir-ad-fritt-se-inn-a-geysissvaedid-i-dag/article/2014140339977 …
Molar um málfar og miðla 1443
Sóknarlega og varnarlega eru að verða helstu eftirlætisorð íþróttafréttamanna. Í íþróttafréttum Ríkissjónvarps (29.03.2014) var okkur sagt frá manni sem sigraði keppni. Það virðist erfitt að uppræta þessa ambögu. Þar kom líka við sögu kona sem missti andann!!! TH benti á þetta af visir.is (30.03.2014):http://www.visir.is/-thetta-er-natturulega-alveg-gratlegt-/article/2014140339998 ,,Kepptust við að lyfta nýþungum steinum upp á tunnur“ Hann …