Search results for: fréttabörn

Molar um málfar og miðla 1721

Molavin skrifaði (05.05.2015): „RÚV bætir þjónustu við börn með Krakka RÚV“ segir á Fasbókarsíðu Ríkisútvarpsins. Það sem áður hét Barnatíminn verður þá væntanlega nefnt Krakkatíminn. Það var blæbrigðamunur á merkingu orðanna börn og krakkar (fór svolítið eftir þægð), sem kom fram í máltækinu „börnin mín á morgnana og krakkarnir á kvöldin.“ Það færi vel á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1710

  Áskell skrifaði (03.04.2015): ,,Mbl.is á eftirfarandi línur: „Varðskipið Þór er nú á leið til aðstoðar flutn­inga­skip­inu Hauk sem er stjórn­v­ana um fimm sjó­míl­ur suður af Dyr­hóla­ey. Flutn­inga­skipið Hauk­ur missti stjórn­hæfni á miðviku­dag út af Hornafirði …“ Ég hef aldrei heyrt talað um stjórnvana skip eða að skip „missi stjórnhæfni“. Skip geta orðið vélvana og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1699

Gaman var að heyra Emil Björnsson, þá fréttamann á fréttastofu útvarpsins, lýsa sólmyrkvanum 1954 austan úr Landeyjum, en það mátti heyra í Spegli Ríkisútvarpsins í gærkvöldi(19.03.2015). Maður hreifst með. Vakti gamlar minningar um yfirmann á fréttastofu Sjónvarpsins og traustan vin. Séra Emil var kröfuharður um málfar, smekkmaður, málvís, einstaklega vel máli farinn. Ræðumaður góður, prestur …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1596

Molavin sendi eftirfarandi : „…í svari við fyrirspurn Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmanni…“ – Svo sagði orðrétt í fimmfréttum Ríkisútvarpsins í gær, (15.10.2014) þegar fjallað var um þingstörf, líkt og heyra má í upptöku á vefsíðu. Það er varla lengur við „fréttabörn“ að sakast þegar hvorki vaktstjóri, fréttastjóri né málfarsráðunautur telja ástæðu til þess að fylgjast …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1557

  Sennilega hafa margir sjónvarpsáhorfendur lært meira um jarðfræði og eldfjallafræði á liðinni viku, en hingað til á langri ævi, – sumir í það minnsta. Þessu veldur meðal annars, og einna helst, þrennt að mati Molaskrifara: Ný tækni við framsetningu flókins efnis á sjónvarpskjánum, sem hefur verið vel nýtt. Ný mæli- og fjarskiptatækni og þá …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1556

  Fréttatímar sjónvarpsstöðvanna í gærkveldi (29.08.2014) um eldgosið stutta á gígaröðinni í Holuhrauni voru báðir ágætir. En viðtalið í Ríkissjónvarpinu við fréttamanninn á Fjórðungsöldu bætti nákvæmlega engu við. Í bakgrunni sást ekkert nema grámi og réttlæting viðtalsins virtist aðeins vera sú að fréttamaðurinn var þarna.   Á vef Ríkisútvarpsins var talað um Skipulagðan niðritíma á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1529

Molavin skrifaði (25.07.2014): “ Hann bragðaði á hákarli og sviði og skoðaði Hallgrímskirkju áður en hann gekk niður að sjó.“ (Vísir 25.7.14). Fréttabarnið er svo stolt af þessari þekkingu sinni á eintölu sviða, að það setur fullt nafn sitt við fréttina. Kannski er nú hægt að segja að þeir, sem kvíða því að bragða íslenzkan þorramat …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1528

Í fréttayfirliti og fyrstu frétt í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag (26.07.2014) talaði fréttaþulur/fréttamaður um hæstlaunuðustu (skattgreiðendur). Hæstlaunuðu hefði dugað. Sami fréttamaður las frétt um makrílveiðar og sagði: ,,.. þegar veiðarnar ná hámæli”. Ná hámarki átt hann sjálfsagt við.  Ef eitthvað kemst í hámæli, er það altalað, eitthvað sem allir vita. Fleiri hnökrar voru á lestrinum. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1525

  Á bls. 2 í DV (22.07-25.07.2014) segi :,, Ef hann hefði ekki farið í þessa aðgerð til að fjarlægja höfuðkúpuna þá hefði hann bara dáið.” Svo er látið líta út sem þetta sé tilvitnun í frétt, tekið úr frétt á síðunni.  Svo er ekki. Fjarlægja höfuðkúpuna?  Ekkert eftirlit. Ekkert aðhald. Í fréttinni er  talað …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1516

  Molaskrifari heyrði í Sumarglugganum á Rás eitt í Ríkisútvarpinu (þar sem oft er áhugavert efni) eldsnemma á föstudagsmorgni (11.07.2014) að Íslensku safnaverðlaunin yrðu afhent á sunnudaginn kemur, 13. júlí. Hélt að sér væri farið að förlast. Vissi ekki betur en þessi virðulegu verðlaunin hefðu verið afhent við hátíðlega athöfn á sunnudaginn var (06.07.2014) og …

Lesa meira »

Next page »

« Previous page