Molar um málfar og miðla 2034

SPRENGJUSANDUR Á fréttavefnum visir.is (15.10.2016) er frétt þar sem vitnað er í grein eftir Kára Stefánsson, sem birtist í Fréttablaðinu þann sama dag. Þar skrifar Birgir Örn Steinarsson: Kári vísar í viðtöl við Bjarna í Morgunblaðinu og á Sprengjusandi sér til stuðnings.  Fréttaskrifari er hér væntanlega að vísa til útvarpsþáttarins Á Sprengisandi  sem  Sigurjón  M. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2033

ÞARFAR ÁBENDINGAR JT sendi eftirfarandi (10.10.2016): Úr netmogganum mánudaginn 10. október – í frétt af mögulegum morðum á börnum í Kenýju: http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/10/10/stefna_yfirvalda_ad_utryma_bornunum/ Marg­ir neydd­ust til að hoppa út í ánna. Lög­reglu­menn reiddu bana­höggið þegar þeir skutu tára­gasi ofan í vatnið. Margir hoppuðu út í ána – ekki ánna. Og fengu sér ekki í tána eða …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2032

AÐILAR ENN OG AFTUR Aðilar komu mjög við sögu í lögreglufréttum Bylgjunnar á hádegi á laugardag (08.10.2016), –  aldrei þessu vant. Ellefu aðilar voru á staðnum , –  aðili féll í götuna. Er þessu fréttaskrifurum ekki sjálfrátt? Hallast eiginlega að því.   RÖKRÉTT HUGSUN Skólabróðir, sem er áhugamaður um velferð móðurmálsins, og Molaskrifari hafa verið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2031

BROTTVÍSUN Það kemur fyrir að reyndir þulir og fréttamenn lesi málvillur í fréttum án þess að hika, – hvað þá leiðrétta. Í átta fréttum Ríkisútvarps á föstudagsmorgni (07.10.2016) las fréttamaður: Hælisleitenda sem vísað var úr landi og sendur til Noregs á miðvikudag var sendur hingað aftur samdægurs. Þetta hefur Fréttablaðið eftir …. Þetta hefði átt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2030

2030-16 FLOGIÐ Í GEGNUM EVRÓPU Sérkennilegt orðalag í frétt á mbl.is (05.10.2016): Fjög­ur Evr­ópu­ríki sendu herþotur til móts við rúss­nesku Blackjack-herflug­vél­arn­ar sem flugu í gegn­um Evr­ópu til Spán­ar og til baka í lok síðasta mánaðar. Það hlýtur að hafa verið mikill skellur, eða hvað? http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/10/05/flugu_herthotum_i_veg_fyrir_russa/   AFHENDING VETTVANGS Annað dæmi um undarlegt orðalag í frétt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2029

GRÓUSÖGUR Fríða Björnsdóttir fyrrverandi blaðamaður skrifaði Molum (05.10.2016): ,,Sælir Eiður, þar sem máltilfinning mín er að hverfa langar mig að spyrja þig um eitt. Í gærkvöldi var rætt við forstöðumann Útlendingastofnunar um allan þann fjölda hælisleitenda sem hingað streymir frá Balkanskaganum. Sagði hún þá að það stafaði líklega af Gróusögum sem gengju þar um ágæti …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2028

  AÐ BERA AÐ GARÐI Að bera að garði. Einhvern bar að garði, – það kom einhver, það kom gestur. Þorvaldur skrifaði (03.10.2016): ,,Sæll enn Eiður. Í fréttum sjónvarps áðan var sagt frá því að eftirvænting skólabarna á Patreksfirði hafi verið mikil þegar forsetahjónin „báru að garði„. Ekki fylgdi sögunni hver byrði hjónanna var.” Þakka …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2027

AÐ ÞRESKJAST Í þættinum Samfélaginu á Rás eitt var prýðilegur pistill um matarsóun og áhrif hennar á loftslagsbreytingar (29.09.2016). Þar var meðal annars fjallað um banana,sem við flytjum inn, vistspor þeirra allt frá því regnskógur er ruddur og víkur fyrir bananaplantekru þar til þeir koma til okkar. Höfundur pistilsins sagði um bananana, sem eru  dökkgrænir, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2026

KJÓSA – GREIÐA ATKVÆÐI Bæði í átta fréttum Ríkisútvarps og á fréttavef Ríkisútvarpsins (29.09.2016) var talað og skrifað um að Bandaríkjaþing hefði kosið gegn lagafrumvarpi Obama forseta: Bandaríkjaþing kaus í gær gegn neitun Baracks Obama um að fjölskyldur fórnarlamba hryðjuverkanna 11. september geti höfðað mál gegn sádí-arabískum embættismönnum. http://www.ruv.is/frett/thingid-visadi-neitun-obama-a-bug   Á þjóðþingum er ekki kosið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2025

LEIGUHEIMILI ! Afsakið, ágætu lesendur, en mér finnst fáránlegt að tala um leiguheimili. En þar er ekki við mbl.is að sakast. http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2016/09/27/bylting_fyrir_folk_undir_medaltekjum/ Ekki er síður fáránlegt að tala um að reisa leiguheimili eins og gert er í fréttinni. Þar segir: ,, Reist verða allt að 2.300 svo­kölluð Leigu­heim­ili á næstu fjór­um árum í nýju al­mennu íbúðakerfi ….” Heimili …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts