Molaskrifari verður alltaf jafn hissa þegar fréttaþulir lesa augljósar villur, án þess að hika eða depla auga. Í sexfréttum Ríkisútvarpsins (03.12.2011) las þulur: … segir lélegan undirbúning meirihlutans um að kenna. Hér hefði átt að segja: …segir lélegum undirbúningi meirihlutans um að kenna. Í sama fréttatíma var sagt frá mislingum í Evrópu. Talað var um …
Monthly Archive: desember 2011
Molar um málfar og miðla 783
Guðbrandur sem oft gaukar efni að Molum sendi eftirfarandi (03.12.2011): ,,Bleikjuveiði á veituleið Blönduvirkjunar er að meðaltali fimm til átta sinnum minni en í viðmiðunarvötnum á sömu slóðum. Fiskurinn er jafnframt mun minni vegna breytinga á æti. Þetta er upphaf á frétt á visir.is í morgun. Ég er ekki sérmenntaður í stærðfræði, en veit þó …
Molar um málfar og miðla 782
Það er rétt sem Halldór Halldórsson blaðamaður segir á fésbókinni að þessi fyrirsögn úr Fréttatímanum (02.12.2012) er að líkindum fyrirsögn ársins: Konur bundnar nálægt klósetti í biðröð sem sífellt lengist . Molaskrifari sá fyrir sér langa röð bundinna kvenna sem biðu einhvers. Þegar fréttin er lesin kemur í ljós að verið er að segja frá …
Molar um málfar og miðla 781
Undarlegt er að fréttamönnum skuli takast að ruglast á forsetningum með staðaheitunum Akranesi og Borgarnesi. Við tölum um að fara upp á Akranes og upp í Borgarnes. Þetta hefur lengi verið fast málinu og engin ástæða til að breyta því. Í frétt klukkan sex að morgni í Ríkisútvarpinu (01.12.2011) var talað um lögregluna í Akranesi. …
Molar um málfar og miðla 780
Í morgunfréttum Ríkisútvarps var talað um mikla vinnustöðvun í Bretlandi (30.11.2011). Að mati Molaskrifara hefði verið eðlilegra að tala um víðtæka vinnustöðvun. Í frétt Ríkissjónvarps sama dag var réttilega talað um umfangsmikla vinnustöðvun. Ritsnilldin á vefnum pressan.is bregst ekki þennan dag frekar en aðra daga (30.11.2011): Hannes segir alla frjálst að segja sína skoðun, en …