Í Morgunblaðinu (12.06.2012) er sagt frá mikilli gönguferð sex kvenna um Ísland frá Hornvík að Eystrahorni. Sagt er að konurnar ætli að ganga niður Hornstrandir. Molaskrifara finnst þetta svolítið undarlega til orða tekið. Vissulega er þetta niður á landakortinu! Þegar við hér í Reykjavík förum norður á Strandir þá förum við ekki upp á Strandir. …
Monthly Archive: júní 2012
Molar um málfar og miðla 930
Lesandi sendi eftirfarandi (11.06.2012): ,,Af hverju heitir þáttur sjónvarpsins á RUV Baráttan um Bessastaði ? – Ég hef skoðað orðið t.d. í Orðabók Háskólaans og það tengist líkamlegum átökum, hrakningum, bardögum, erfiðri lífsbaráttu.. ! Mér finnst þetta ekki við hæfi. – fyrir forsetakosningarnar 1980 var sjónvarpið með þátt sem hét einfaldlega: Ávörp forsetaefnanna .. eins …
Molar um málfar og miðla 929
Glöggur lesandi sendi Molaskrifara frétt úr mbl.is (10.06.2012) en fyrirsögnin var: 59 áttu ekki fyrir auðlegðarskatti http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/06/10/59_attu_ekki_fyrir_audlegdarskatti/ Lesandi segir síðan: ,,Eins og oft áður er fyrirsögn (áttu ekki fyrir …)ekki í takt við meginmál (tekjur dugðu ekki fyrir …) auk þess, sem væntanlega er aðeins litið til tekna skattskyldra til almenns tekjuskatts og …
Molar um málfar og miðla 928
Fótbolti, fótbolti alla helgina í íslenska Ríkissjónvarpinu. Stórlega skert frétta- og veðurfréttaþjónusta. Íþróttir samtímis á tveimur rásum í sjónvarpinu. Þetta ætti að varða við lög. Ekki varð séð að nein af þeim norrænu stöðvum sem hér eru aðgengilegar sýndi leik Írlands og Króatíu í beinni útsendingu. BBC sýndi hann ekki ,en hann var hinsvegar sýndur …
Molar um málfar og miðla 927
Víða um heim fjalla fjölmiðlar um það hve Íslendingar hafi verið fljótir að rétta úr kútnum og komast á skrið að nýju eftir hrun. Þetta vekur víða aðdáun. Fréttir af efnahagsbatanum hafa borist til margra landa í öllum álfum. Samt hafa þær enn ekki náð upp í Hádegismóa við Rauðavatn austast í Reykjavík þar sem …
Molar um málfar og miðla 926
Ekki er vitað til þess að nokkur sjónvarpsstöð sé jafn fótboltafíkin og Ríkissjónvarpið okkar. Þar ræður íþróttadeildin öllu. Fimm og hálfa klukkustund af fótaboltaefna fá nefskattsgreiðendur nauðungarstöðvarinnar framan í sig í dag, – kjósi þeir að horfa á sjónvarp. Hér hefur áður verið sagt að sjálfsagt er að sýna leiki frá EM. En hið sjálfumglaða …
Molar um málfar og miðla 925
Í morgunfréttum Ríkisútvarpsins (05.06.2012) var sagt: Slökkviliðið fékk tilkynningu um eldinn þegar klukkan var tuttugu og fimm mínútur í sex. Molaskrifari áttar sig ekki á því hvort klukkan var tuttugu og fimm mínútur gengin í sex eða hvort klukkuna vantaði tuttugu og fimm mínútur í sex. Óskýrt. Eiríkur sendi eftirfarandi (06.06.2012): „Hér að neðan er …
Molar um málfar og miðla 924
Kvikmynd var framleidd hér á landi síðasta sumar og þrjú verkefni eru væntanleg til landsins á næstunni, – var okkur sagt í kvöldfréttum Ríkiasútvarpsins (03.06.2012). Morgunblaðið sagði okkur lesendum sínum nýlega að útkoma bókar Halls Hallssonar Váfugls á ensku hafi þótt stórtíðindi í Bretlandi. Formaður Sjálfstæðisflokksins var meira að segja viðstaddur áróðurskynningu sem sviðsett var …
Molar um málfar og miðla 923
Visir.is (03.06.2012): Farþegaþota klessti á tveggja hæða byggingu í næst stærstu borg Nígeríu, Lagos, nú fyrir stundu. Það á að vera refsivert að láta fólk sem skrifar svona ganga laust á netmiðlunum. Það á að senda þann sem skrifaði þetta aftur í leikskólann. Leikskólakennurum er alveg treystandi til að lagfæra málfar hans. Molavin sendi …
Molar um málfar og miðla 922
Lesandi vitnar í mbl.is (31.05.2012): Leikararnir Gunnar Helgason og Magnús Guðmundsson fara með hlutverk Múnkhásens á ólíkum aldri. Hann spyr: ,,Er orðið mismunandi alveg orðið ónothæft í íslensku máli, eða er kannski búið að fella það burt?” Molaskrifari tekur undir þetta. Von er að spurt sé. Morgunblaðið gerði (31.05.2012) mikið úr því að …