Molaskrifari heyrði nýtt stöðuheiti í seinni fréttum Ríkissjónvarps (29.11.2012) Þar væri rætt við yfirmann á loðnuskipi sem var titlaður aðstoðarskipstjóri. Nýtt í eyrum Molaskrifara, sem hélt að venjan hefði verið sú að sá sem næstur gengi skipstjóra vær fyrsti stýrimaður. Á stórum skipum er stundum talað um yfirstýrimann og er það líklega fengið úr norsku …