Dyggur lesandi Molanna skrifar eftirfarandi: ,,Ég verð að viðurkenna að ég kann ekki að meta hvernig ritari eftirfarandi texta notar orðið húsnæði. Hér er nefnilega ekki um að ræða klaufavillu eða misritun af neinu tagi, jafnvel ekki aulafyndni, heldur allt annan málskilning og aðra málbeitingu en ég hef vanist frá því ég fyrst fór að …
Monthly Archive: nóvember 2012
Molar um málfar og miðla 1072
Í gamla daga fengum við ekki að sjá amerískar bíómyndir fyrr en tveimur, þremur árum, stundum líklega fjórum eftir að þær voru frumsýndar vestra og í Evrópu. Árni Samúelsson breytti því. Fyrir það á hann heiður skilinn. Nú getum við horft á nýjar bíómyndir nánast um leið og þær eru frumsýndar vestra..Ríkissjónvarpið sýnir hinsvegar stundum …
Molar um málfar og miðla 1071
1071 Knattspyrnuáhugamaður sendi eftirfarandi: ,,Ofnotkun og kolvitlaus notkun íþróttafréttaritara á orðinu,,sannfærandi“ heldur áfram og er löngu orðin þeim til mesta vansa. Dæmi nú úr Vísi: 25. nóvember 2012 21:00 Lindegaard: Liðið þarf að fá mark á sig til að vakna Markmaður Manchester United, Anders Lindegaard, segir í viðtölum í Englandi að hann hafi áhyggjur af …
Molar um málfar og miðla 1070
Sjálfstæðisflokkurinn auglýsti í Ríkisútvarpinu (24.11.2012): Kjörstaðir opna klukkan … Kjörstaðir loka klukkan…. Kjörstaðir opna ekki neitt. Kjörstaðir loka ekki neinu. Fréttastofa Ríkisútvarpsins er alveg búin að ná þessu. Málfarsráðunautur hefur greinilega látið til sín taka. Gott. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki búinn að átta sig á þessu. Ekki ennþá. Og auglýsingaskrifstofa Ríkisútvarpsins alls ekki. Fréttamenn eiga ekki …
Molar um málfar og miðla 1069
Æ oftar heyrist sagt í fréttum að koma á móts við, þegar Molaskrifara þætti eðlilegra að tala um að koma til móts við, stíga skref til samkomulags eða málamiðlunar. Hann kom til móts við mig og borgaði helming kostnaðar. Á móts við er í huga Molaskrifara frekar notað um staðsetningu. Til dæmis: Á Hafnarfjarðarveginum á …
Molar um málfar og miðla 1068
Fyrrum áhafnameðlimir Óðins sitja og spjalla í Óðinskaffi í Varðskipinu í gær, segir í fésbókarfærslu (22.11.2012) frá Víkinni , sjóminjasafni. Hér er átt við fyrrum skipverja. Stundum er talað um áhafnarmeðlimi, sem er hálfgert orðskrípi, en aldrei er hinsvegar talað um áhafnameðlimi. … þá er lækkað í masterhitanum, sagði umsjónarmaður Virkra morgna á Rás tvö …
Molar um málfar og miðla 1067
Í fréttum Stöðvar tvö (21.11.2012) var sagt frá eldsvoða í húsi þar sem var fiskvinnsla. Fréttamaður sagði …. fer fram þurrkun á fisk. Hér hefði átt að tala um þurrkun á fiski. Í sama fréttatíma var fjallað um fjárhagsvanda Íbúðalánasjóðs og sagt frá starfshópi sem reyndi að finna lausn á vandanum. Tillögur hans yrði væntanlega …
Molar um málfar og miðla 1066
Dómnefndin í þætti Ríkissjónvarpsins, Dans, dans, dans fær verðskuldaða ádrepu fyrir endalausar enskuslettur frá Orra Páli Ormarssyni í pistli í Morgunblaðinu (20.11.2012).Fyrirsögnin er líklega dæmigerð úr þættinum: Attitjúd í slómósjón. Orri Páll spyr, og ekki að ástæðulausu, hvort ekki hafi verið hægt að fá Íslendinga til dómgæslu í þættinum. Dómgreindarleysið hjá yfirstjórninni í Efstaleiti er …
Molar um málfar og miðla 1065
Molavinur, sem ekki vill láta nafns síns getið skrifar: ,, Í hádegisfréttum ríkisútvarpsins í dag, 18. nóvember, sagði Björn Malmquist fréttamaður að deilt hefði verið um kjörgengi manna í flokksvali Samfylkingarinnar laugardaginn 17. nóvember. Deilan stóð ekki um þetta heldur kosningarétt 350 félagsmanna í Rósinni. Það er sérkennilegt og í raun undarlegt og alvarlegt ef …
Molar um málfar og miðla 1064
Í fréttum Stöðvar tvö (16.11.2012) var sagt frá manni sem hafði verið handtekinn á Leifsstöð, – flugstöðinni í Keflavík. Molaskrifari er á því að fremur hefði átt að segja að maðurinn hefði verið handtekinn í Leifsstöð. Kristján Sigurjónsson á fréttastofu Ríkisútvarpsins fær hrós fyrir að tala um fern samtök og tvenn samtök í morgunfréttum útvarpsins …