Enn einu sinni fengu hlustendur að heyra amböguna: Kjörstöðum lokaði klukkan átján. Þetta var í kvöldfréttum Ríkisútvarps á laugardagskvöld (17.11.2012). Það má ekki dragast lengur að Ríkisútvarpið ráði málfarsráðunaut. Kjörstöðum var lokað klukkan átján. Þeim lokaði ekki. – Tveir hlustendur hringdu til Molaskrifara eftir að hafa hlustað á þetta í sjálfu Ríkisútvarpinu. Hér er gott …
Monthly Archive: nóvember 2012
Molar um málfar og miðla 1062
Það var verðskuldað og viðeigandi að veita Hannesi Péturssyni viðurkenningu á degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Sagt var frá verðlaununum í fréttum Ríkissjónvarps, en hvorki í fréttum Stöðvar tvö né í sex fréttum útvarpsins. Hannes er okkar höfuðskáld, einna mestur orðsins snillingur þeirra sem nú eru á dögum. Og þessu til viðbótar skrifar hann …
Molar um málfar og miðla 1061
Til hamingju með dag íslenskrar tungu,16. nóvember, ágætu Molalesendur, en höfum jafnan hugfast að allir dagar eru dagar íslenskrar tungu. Björn Gunnlaugsson vísar á þennan tengil í tilefni dagsins: http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/nr/7226 Og segir: ,,Sæll Eiður, mig langar að vekja athygli þína á hlekk sem finna á á vef menntamálaráðuneytisins, þar sem sagt er frá ýmiskonar dagskrá …
Molar um málfar og miðla 1060
Molavin sendi þetta (12.11.2012): http://www.dv.is/frettir/2012/11/10/greina-alzheimers-med-aratuga-fyrirvara/ Í þessari grein stendur:,,Í sumum svæðum heilans þurfa hátt í 20% heilasella að ónýtast áður en einkennin koma fram.“ Ég hef aldrei heyrt þetta orðasamband áður. Að ónýtast? Ólafur Kjaran virðist hafa misstigið sig þarna. Molaskrifari þykist nú reyndar hafa heyrt þetta áður og er ekki viss um að skrifarinn …
Molar um málfar og miðla 1059
Þórhallur Birgir Jósepsson (12.11.2012) skrifar: ,,Öðru hverju gerast mikil undur í málvenjum blaðamanna. Einhver orð eða orðatiltæki ryðja sér til rúms, án þess nokkur skynsamleg skýring sé á. Dæmi um það er einstaklingurinn. Nú er hann að verða allsráðandi í frásögnum eins og hér af vef Viðskiptablaðsins: „Tveir aðrir einstaklingar hafa gefið kost á sér …
Molar um málfar og miðla 1058
Þeim vantar græna orku, sagði sveitarstjóri fyrir norðan , sem vill fá gagnaver í sína sveit. Ummælin féllu í viðtali í hádegisfréttum Ríkisútvarps (10.11.12) Er orrustan töpuð? – þá hefur verið mjög rík krafa í samfélaginu undanfarin ár um beinara lýðræði og persónukjör, skrifar bloggari. (10.11.12) Hann á við beinna lýðræði. Ekki beinara. Lögreglu höfuðborgarsvæðisins …
Molar um málfar og miðla 1057
Í seinni fréttum sjónvarps (08.11.2012) var sagt frá báti sem fékk á sig brotsjó undan Vestfjörðum. Sagt var að báturinn hefði komið til hafnar í Bolungarvík með skipverjana tvo heilu og höldnu. Hér hefði ef til vill átt betur við að segja með skipverjana tvo heila á húfi. Neyslugrannur fyrir sportjeppa, segir í bíladómi í …
Molar um málfar og miðla 1056
Helgi Haraldsson prófessor emeritus í Osló sendi Molum nokkrar línur (08.11.2012)og segir þar meðal annars: ,,Ég hef minnst á Stóru orðabókina um íslenska málnotkun. Ósköp væri það menningarlegt framtak hjá fjölmiðlum, s.s. RÚV, að hafa þátt um það starf sem unnið er á Orðabók Háskólans og vefbækur Snöru (http://snara.is/8/s9.aspx). Líklega er alltof fáum ljóst hve …
Molar um málfar og miðla 1055
Lesandi sendi þetta (076.11.2012): ,,Ég er áhugamaður um íþróttir en afskaplega er þreytandi á stundum að lesa íþróttafréttir, sérstaklega á vefmiðlunum þar sem varla finnst skrifandi blaðamaður. Sjáðu til dæmis þetta: „Hákarlinn heitir í höfuðið á athæfi Mario Balotelli framherja Manchester City.“ Einmitt það já. Ég þakka fyrir að vera skírður í höfuðið á afa …
Forsetar og fleira
Það er með ólíkindum að forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson skuli koma í sjónvarpsfréttir og segja að það sé betra fyrir samskipti Íslands og Bandaríkjanna að Obama skuli hafa verið kjörinn forseti frekar en Mitt Romney. Ólafur Ragnar er ekki talsmaður þjóðarinnar í utanríkismálum. Það er utanríkisráðherrann, samkvæmt okkar stjórnskipan. Utanríkisráðherrann heitir Össur Skarphéðinsson. Hann …