Monthly Archive: janúar 2013

Molar um málfar og miðla 1122

Gunnar sendi þetta (29.01.2013): „Æ tóldjúsó, þannig að maður sletti hér,“ sagði Birgitta Jónsdóttir í ræðustól Alþingis í gær, mánudag. Er þetta í lagi? Gerir forseti þings enga athugasemd og má sletta að vild? Bera þingmenn ekki lengur snefil af virðingu fyrir vinnustað sínum? Þetta finnst mér skammarlegt. Annað mál. Ég hlustaði bæði á upptöku …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1121

Molavin skrifar: ,,Síminn hyggst eyða hundruðum milljóna í að tengja 40.000 ný heimili“ segir í forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins í dag (28.1.2013). Ekki tel ég þetta sóun hjá Símanum, öllu heldur fjárfestingu. Betra væri að segja ,,hyggst verja hundruðum milljóna.“ Minnist fyrirsagnar af slúðurfrétt: ,,Eyðir jólunum heima“ þar sem betur færi að segja ,,Dvelur heima um jólin.“ …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1120

Í Icesavemálinu höfðum við greinilega gott lögfræðingalið og góðan málstað. Utanríkisráðuneytið hélt vel á málinu fyrir hönd þjóðarinnar. Ráðherra og yfirstjórn ráðuneytisins skipulögðu og mönnuðu vörnina. Það var vel gert. En það var eins og niðurstaðan kæmi öllum á óvart. Langflestir töldu málið fyrirfram tapað. Sennilega hefur forsetinn talið það líka því hann var búinn …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1119

Af dv.is (26.01.2013): Þess að auki eru Vinstri græn varhuga varðandi áform um olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Tvennt er athugavert við þessa setningu. Hún ætti til dæmis að hefjast á : Þar að auki, eru … eða þess utan eru … Molaskrifari kannast ekki við orðalagið að vera varhuga varðandi eitthvað. Venja er að tala um …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1118

Rás tvö heldur sig enn við að ausa ambögusúpu slúðurfréttaritara síns á vesturströnd Bandaríkjanna yfir hlustendur á föstudagsmorgnum. Síðastliðinn föstudag (25.01.2013) var þetta óvenju slæmt. Ég vill, ég vill glumdi í eyrum okkar. Sagt var að hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong hefði viljað láta lyfta af sér boðum og bönnum, – umsjónarmaður bætti þá um betur og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1117

Molavin sendi eftirfarandi (24.01.2013: ,,Á Netinu má finna í ókeypis rafútgáfu bókina „Safn af íslenzkum orðskviðum, fornmælum, heilræðum, snilliyrðum, sannmælum og málsgreinum.“ Hana tók saman Guðmundur Jónsson, prófastur í Snæfellsnessýslu og prestur í Staðastaðarsókn. Gefin út af Hinu íslenzka bókmenntafélagi árið 1830 og því frjáls undan höfundarrétti. Það er eintak í eigu Columbia háskólans í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1116

Morgunblaðið gaf út myndarlegt sextán síðna aukablað á miðvikudag (23.01.2013) þegar fjörutíu ár voru liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Morgunblaðinu tókst hinsvegar að koma þessu blaði út án þess að nefna nokkru sinni nafn Magnúsar Magnússonar sem var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og í eldlínunni allan tímann. Honum bregður heldur ekki fyrir á mynd að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1115

Lesandi sendi Molum þetta skemmtilega bréf (21.01.2013): ,,Þú ræðir í Molum þínum um málnotkun fjölmiðlafólks – eða öllu heldur þegar það brestur máltilfinningu. Fleiri koma fram í fjölmiðlum, sem hafðu gott af tilsögn. Ég hlustaði á fréttamann Ríkissjónvarpsins ræða við væntanlega málfróðan mann, líklega starfsmann tölvurisans Apple á Íslandi, þar sem viðmælandinn var að fræða …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1114

Hlustendakannanir Ríkisútvarpsins hljóta að hafa leitt í ljós að þúsundir íslenskra barna sitji við viðtækin á milli klukkan hálf átta og átta á sunnudagsmorgnum. Þá er á dagskrá þátturinn Leynifélagið, fyrir alla krakka, eins og það er orðað í kynningu á þættinum. Þátturinn væri vart endurtekinn á þessum tíma nema því aðeins að dagskrárstjórar viti …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1113

Molavin sendi þetta (19.01.2013): ,,Dularfullar blæðingar“ er fyrirsögn á frétt í Netmogga 18.1.2013. Þar segir m.a. ,,Þegar olíu blæðir úr slitlagi eða klæðingum hleðst hún á bíldekk smátt og smátt þar til hún getur breyst í köggla sem losna síðan af. Þetta gerist á þessari svokölluðu klæðingu, þ.e.a.s þessu hefðbundna bunda (svo) slitlagi sem við …

Lesa meira »

Older posts «