Monthly Archive: janúar 2013

Molar um málfar og miðla 1112

Molavin benti á íþróttaskrif á visir.is: ,, Fyrirliði Liverpool, telur að liðinu vanti en fleiri heimsklassa leikmenn…“ segir í íþróttafrétt Vísis 20. jan. Það er grátlegt að svo stór netmiðill, sem birtir efni allra fjölmiðla 365-steypunnar notist við fréttafólk, sem kann hvorki réttritun né beygingar nafnorða. Liðið vantar enn fleiri… ætti vitaskuld að standa. Það …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1111

Undarlegt að ekki skuli meira af vönduðu innlendu menningarefni fá náð fyrir augum þeirra sem stýra dagskrá Ríkissjónvarpsins. Á fimmtudagskvöld (17.01.2013) var að loknum fréttum og Kastljósi, matreiðsluþáttur, en svo tók við hin englissaxneska fjöldaframleiðsla sem svo mjög ræður ríkjum í Efstaleitinu. Þrjár þáttaraðir, ein bresk, tvær amerískar. Slíkt efni á að vera með í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1110

Í fréttum Stöðvar tvö í gærkveldi (17.01.2013) var talað um breska olíufyrirtækið Bípí ! Ja, hérna. Hvaðan kemur fólk sem svona talar við okkur? Molalesandi skrifar vestan um haf (16.01.2013): ,,Ég á það nú til að fylgjast með molum þínum um málfar og miðla. Finnst nú tilefni til að deila með þér vangaveltum. Þannig er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1109

Hjálmtýr Heiðdal sendi eftirfarandi: ,,Það er auglýsing í Fréttablaðinu í dag (15. jan.) sem vakti athygli mína. Ég gladdist þegar ég sá loksins einhvern nota sögnina að „kaupa“ í stað „versla“. Það þykir eðlilegt hjá mörgum að segjast hafa „verslað“ sér buxur osvfrv. En gleðin stóð ekki lengi því að framhaldið var á þessa leið: …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1108

Í fréttatíma Stöðvar 2 ( 13.01.2013) var sagt um Mubarak fyrrum Egyptalandsforseta …. svara til saka fyrir þau voðaverk sem hann framdi í valdastóli. Hér hefði farið betur á að segja til dæmis: .. sem hann framdi meðan hann sat á valdastóli. Í íþróttafréttum á Stöð tvö var sagt að Ísland hefði svarað með þremur …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1107

Lesandi spyr (12.01.2013): ,,Ég hef tekið eftir því að skilningur fólks er mismunandi um hvor endi Laugavegarins sé efri. Eru Samtökin 78 á Laugavegi 3 efst á Laugavegi og Shell stöðin á Laugavegi 180 þá neðst? Eða er þetta öfugt? Hvort er eðlilegra að miða við húsnúmer eða sjávarmál þegar maður tekur svona til orða? …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1106

Lesandi benti á frétt á visir.is (11.01.2013) Þar segir frá því að sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hafi gert samning við knattspyrnuliðið Manchester City um að elda ofan í fína fólkið sem sækir leiki og veislur félagsins. Svo kemur þessi gullvæga setning: Oliver hefur verið í herferð gegn heilbrigðari skólamat í Bretlandi og Bandaríkjunum og spurning hvort …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1105

Guðmundur Ásgeir vísar í ambögulindina Smartland á mbl.is (10.01.2013) og segir: ,,Í þessum pistli er talað um ,,7 óhollustur“ aldrei hef ég séð orðið óhollusta í fleirtölu og Árnastofnun samþykkir það ekki heldur. Einnig er talað um ,,hrein matvæli“ sem matvæli sem eru óunnin og laus við aukaefni. Í mínum heimahögum myndu hrein matvæli þýða …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1104

Molalesari skrifar (09.01.2013): ,,Sagt var í Bylgjufréttum: „Fengu þau hvor um sig …“ en átti að segja: „Þau fengu hvort um sig“. A.m.k. sjö sinnum var talað um afbrot „Karl Vignis“ en ekki „Karls Vignis“ í Sjónvarpinu í gær, þriðjudag.” Molaskrifari þakkar sendinguna. Það er undarleg minnimáttarkennd hjá íslenskum fjölmiðlum að kalla alla fræga útlendinga …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1103

Það hefur lengi verið opinbert leyndarmál að íþróttafélög og ungmennafélög birta bólgnar og rangar félagatölur til að fá meira fé í sinn hlut af Lottógróðanum og til að líta betur út gagnvart fjárveitingavaldinu, þegar gerðar eru fjárkröfur á ríkissjóð. Þessar tölur eiga oft lítið eða ekkert skylt við veruleikann. Ágæt umfjöllun var um þetta í …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts