Útvarpshlustandi skrifar (06.01.2013) ,,Margir sem koma fram í fjölmiðlum tala fallega íslensku og koma vel fyrir sig orði. Þetta er fagnaðarefni. Þeir sem flytja mál sitt áheyrilega geta líka vænst þess að betur sé tekið eftir máli þeirra. Ambögur og málvillur færast þó í vöxt í útvarpi, jafnvel virðist vera ráðið til fastra starfa hjá …
Monthly Archive: janúar 2013
Molar um málfar og miðla 1101
Ný verslun kveður sér hljóðs í vondri auglýsingu í Fréttatímanum (04.01.2013). Verslunin heitir Holland & Barrett. Látum það nú vera. En í auglýsingunni segir á ensku: We´re good for you. Hversvegna erum við ekki ávörpuð á íslensku? Í auglýsingunni segir: ,, Ef þú verslar vöru á krónu útsölu færðu aðra á aðeins 1 krónu”. Það …
Molar um málfar og miðla 1100
Valur Óskarsson sendi þetta (03.01.2013): ,,Um áramótin voru menn sífellt að tala um kommentakerfi DV. Skyldi orðið athugasemd vera alveg týnt, nema hvað? Mér fannst rétt að koma með komment og kommentera á það.” Rétt athugað. Stefán Jónsson vitnar í mbl.is (03.01.2013) þar sem segir: Myndir af atburðinum náðust á myndskeið. Hér hefði alveg nægt …
Molar um málfar og miðla 1099
Málfróður maður benti Molaskrifara á furðulegt þáttarheiti í Ríkisútvarpinu, rás eitt. Þar var á dagskrá í gærkveldi þáttur sem gefið hefur verið nafnið: Hvað er málið? Hann benti á að þetta þáttarheiti væri andstætt reglum málsins, ambaga. Það er rétt. Þetta er heldur hallærislegt slangur, svona í besta lagi. Gæti verið úr Virkum morgnum á …
Molar um málfar og miðla 1098
Frá Molavin:,, Af Netmogga á nýársdag: ,,Þegar lögregla og sjúkralið koma á staðinn ræðst maðurinn á sjúkraflutningsmenn og sló lögreglukonu í andlit.“ Hvað er athyglisvert við þessa frásögn? Hún er dæmi um slík byrjendamistök í ritun frásagnar að ætti ekki að henda nokkra manneskju, sem lokið hefur námi og er komin er til starfa við …
Molar um málfar og miðla 1097
Molavin sendi Molum þetta í lok árs 2012: ,,Margir fjölmiðlar birta orðrétt upp úr fréttatilkynningum lögreglunnar, líkt og þetta á gamlárskvöld: ,,framkvæmdi húsleitir á þremur stöðum.“ Hér er átt við að lögreglan hafi,,leitað í þremur húsum.“ Nafnorðið ,,húsleit” er jafnan notað í eintölu þótt leitað sé í fleiri húsum. Þótt upplýsingafulltrúi lögreglunnar telji sér rétt …
Molar um málfar og miðla 1096
Gleðilegt og gæfuríkt ár, góðu lesendur. Skrifari þakkar ánægjuleg samskipti á liðnum árum. Loksins er hægt að hrósa Ríkissjónvarpinu fyrir góða dagskrá, – dagskráin á nýársdagskvöld var með ágætum. Fyrst snillingarnir Kristinn og Víkingur Heiðar með óviðjafnanlega, og ógleymanlega, Vetrarferð Schuberts og því næst verðlaunamyndin víðfræga , Listamaðurinn. Takk fyrir það. Að mati Molaskrifara var …