Undarlegt að ekki skuli meira af vönduðu innlendu menningarefni fá náð fyrir augum þeirra sem stýra dagskrá Ríkissjónvarpsins. Á fimmtudagskvöld (17.01.2013) var að loknum fréttum og Kastljósi, matreiðsluþáttur, en svo tók við hin englissaxneska fjöldaframleiðsla sem svo mjög ræður ríkjum í Efstaleitinu. Þrjár þáttaraðir, ein bresk, tvær amerískar. Slíkt efni á að vera með í …