Um nýliðna helgi horfði Molaskrifari á Viðtalið þar sem Bogi Ágústsson ræddi við Göran Person (Ríkissjónvarpið 29.11.202). Gott að geta sótt efni í Sarpinn. Þetta var öndvegisviðtal. Vonandi hafa allir alþingismenn horft á þennan þátt. En líklega er borin von að þeir sem mest þyrftu á að halda dragi nokkurn lærdóm af orðum Görans Persons. …
Monthly Archive: desember 2012
Molar um málfar og miðla 1075
Fyrirsögn á visir.is (30.11.2012): Útvarpsþættinum Harmageddon tímabundið vikið úr starfi. Hvernig er hægt að víka útvarpsþætti úr starfi. Eru útvarpsþættir ráðnir til starfa ? Í fréttinni kemur fram að umsjónarmönum þáttarins hefur tímabundið verið vikið úr starfi. Það fór algjörlega framhjá fréttastofu Ríkissjónvarpsins að á laugardaginn (01.12.2012) var fullveldisdagurinn fyrsti desember. Fréttastofa Stöðvar tvö sýndi …
Molar um málfar og miðla 1074
Molaskrifari heyrði nýtt stöðuheiti í seinni fréttum Ríkissjónvarps (29.11.2012) Þar væri rætt við yfirmann á loðnuskipi sem var titlaður aðstoðarskipstjóri. Nýtt í eyrum Molaskrifara, sem hélt að venjan hefði verið sú að sá sem næstur gengi skipstjóra vær fyrsti stýrimaður. Á stórum skipum er stundum talað um yfirstýrimann og er það líklega fengið úr norsku …