Í fréttum Ríkissjónvarps (03.07.2013) talaði fréttaþulur um gangnamunna Vaðlaheiðarganga. Þetta hefur oft verið nefnt áður í Molum. Eignarfallsfleirtalan gangna er af orðinu göngur, fjárleitir að hausti, sbr. gangnamenn. Göngur og réttir heitir bókaflokkur sem var kunnur að minnsta kosti á árum áður. Hér hefði átt að tala um gangamunna, op jarðganganna. Er það ágætum fréttamönnum …