Monthly Archive: júní 2013

Molar um málfar og miðla 1241

Trausti vitnar í mbl.is (25.06.2013): ,,Maður sem handtekinn var í gær, grunaður um fjögur morð í frönsku Ölpunum í fyrra, hefur verið sleppt gegn tryggingu.“ Hann spyr: Vinna eintómir unglingar á Mbl? Von er að spurt sé. Sjá: http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/06/25/brodurnum_sleppt_gegn_tryggingu/ Meira frá Trausta með vísun í sama fjölmiðil: ,,http://www.mbl.is/smartland/heilsa/2013/06/25/laeknanemi_svarar_steinari_b/ Af því að vitið er nú ekki …

Lesa meira »

Molar málfar og miðla 1240

Í fréttum Ríkisútvarps á þriðjudagskvöld (25.06.2013) talaði utanríkisráðherra okkar um hin ýmsustu verkefni. Molaskrifara hefur alltaf þótt þetta orðalag vera barnamál.   Gunnar sendi eftirfarandi (26.06.2013): „Hópurinn skilaði áliti til … Ragnheiðar Elínu Árnadóttur,“ var sagt í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag, miðvikudag. Ekki einu sinni, heldur tvisvar, því fréttamaður sagði þetta í pistli sínum og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1239

Frá Molavin (23.06.2013): Á heimasíðu Ríkisútvarpsins segir í dag frá láti danska arkitektsins Henning Larsen (23.6.): „þótt sjálfur hafi Henning Larsen sagt sig frá síðasnefnda verkinu vegna deilna við fyrirtækjasamsteypuna Mærsk Mc-Kinney Møller, sem fjármagnaði húsið.“ Hér er farið rangt með. Fyrirtækið sem um ræðir heitir A.P.Møller en það var forstjóri þess og aðaleigandi, Mærsk Mc-Kinney …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1238

Frá Molavin (24.06.2013): ,,Fréttaþulur hádegisfrétta RUV 23. júní talaði ítrekað um að lóðasala í borginni myndi valda verðbólgu. Það fannst mér skrýtið og hlustaði því á viðtalið í fréttinni sjálfri. Þar var talað um verðbólu, sem er annað mál. Í afkynningu frétta var svo verðbólgan aftur komin á sinn stað. Eru þulir hættir að lesa …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1237

Í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld (22.06.22013) var talað um þorsktungur. Ekki sér Molaskrifari betur en hér sé verið að tala um gellur. Hann veit að Norðmenn tala um torsketunger, en á Íslandi höfum við sjálfsagt í aldir talað um gellur, sem eru gómsætur herramannsmatur. En kannski þekkja ungir fréttamenn ekki orðið gella hvað þá …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1236

Í Molum 1233 var vikið að enskuslettum í máli ráðherra og þingmanna Framsóknarflokks undanfarna daga. Í umræðum á Alþingi (21.06.2013) talaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um sándbæt ( e. soundbite), hljóðbút sem notaður er í fréttum, tekinn úr lengra máli. Þetta var sami Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem sagði við þjóðina á Austurvelli 17. júní: Íslensk …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1235

Molalesandi á Norðurlandi hafði samband við skrifara og benti á frétt á bls. 6 í Morgunblaðinu á miðvikudag (19.09.2013). Þar stendur: Einnig hefur Sigurður heyrt slíkt hið sama um tvo bónda í Borgarfirði. Molaskrifari leggur til að ritstjóri taki þann sem þetta skrifaði í bóndabeygju og hlýði honum yfir beyginguna á orðinu bóndi í fleirtölu, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1234

… og er hlutunum staflað hver upp á annan, var sagt í seinni fréttum Ríkissjónvarps (18.06.2013) Hversvegna les enginn fréttirnar yfir áður en ambögurnar eru látnar dynja á okkur? Fjöldi þorpa hafa einangrast, var sagt í morgunfréttum Ríkisútvarps (19.06.2013). Molaskrifari hefði sagt: Fjöldi þorpa hefur einangrast. Haft var eftir Þorsteini Sæmundssyni nýjum þingmanni Framsóknarflokksins í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1233

Molavin sendi eftirfarandi: Af mbl.is (17.6.2013): ,,… hefur Ólafur hlotið flestar þær viðurkenningar sem íslenskur íþróttamaður getur fengið. Þar á meðal eru einnig hin íslenska fálkaorða og riddarakrossinn.“ Ef ungt blaðafólk þekkir ekki muninn þá er hægt að spyrja – eða nota leitarvél. Viðurkenningin ber heitið Riddarakross hinnar íslenzku fálkaorðu. Þetta eru ekki tveir ólíkir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1232

Molalesandi vitnar í netfrétt á dv.is (15.06.2013) um lát fyrsta Ferrari sigurvegarans.), en þar segir: ,,Gonzalez keppti í formúlunni þar til árið 1960. Luca di Montezemolo forseti Ferrari samsteypunnar syrgir Gonzales og segir fyrirtækið hafa misst sannan vin. „ Fréttin af andláti Gonzales syrgði mig mikið. Við spjölluðum nýverið saman, töluðum um kappakstur og bíla …

Lesa meira »

Older posts «