Monthly Archive: júní 2013

Molar um málfar og miðla 1231

Góðvinur Molanna, Helgi Haraldsson, prófessor emerítus í Osló, sendi eftirfarandi: „„Að sjálfsögðu eru þau ekki búin að slíta samvistir og hún verður auðvitað hér á þjóðhátíðardaginn,“ segir Örnólfur Thorsson,“ Helgi bætir við: ,,Ég trúi því ekki að Örnólfur hafi komist svona að orði!” Molaskrifari þakkar sendinguna. Í Kringlunni (14.06.2013) vék sér maður að Molaskrifara og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1230

Molalesandi skrifaði (13.06.2013): ,, Það kom á óvart að heyra í útsendingu Ríkissjónvarpsins frá úthlutun Grímuverðlaunanna í gærkvöldi að nokkrir þeirra sem tóku til máls kunnu ekki að beygja orðin bróðir og systir, voru með þau óbreytt í aukafalli. Þetta var svolítill ljóður á jafn ágætri hátíð og vel heppnaðri. Ef þú sæir ástæðu til …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1229

Málglöggur vinur Molanna vísar til fréttar á dv.is (12.06.2013) og segir: ,,Hér er ágætt dæmi um ,,myndi” i staðinn fyrir að nota ,,vafalausan”viðtengingarhátt. Sögnin ,,myndi“ er góð og gild sem slík en hún táknar yfirleitt fyrirvara eða vissa tilhneigingu til að draga úr fullyrðingu. Það sýnir vankunnáttu í merkingum orðanna að nota hana á þann …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1228

Morgunblaðið greindi frá því á forsíðu (11.06.2013) að sinfóníuhljómsveitin í Kænugarði í Úkraínu hefði fallist á þá beiðni Árna Johnsens fyrrverandi alþingismanns að hljóðrita verk eftir hann. Blaðið segir hljómsveitina eina þá fremstu í heimi . Ekki kemur fram hvort verkið verði flutt opinberlega eða hvort tónskáldið muni syngja með sinfóníuhljómsveitinni. Það kemur væntanlega í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1227

Stundvísi í dagskrá Ríkisútvarpsins er til fyrirmyndar. Ekki þarf annað en að hafa kveikt t.d. á BBC, sjónvarpi eða útvarpi til að komast að raun um að ekki skeikar þar sekúndu á upphafi frétta. Í Ríkissjónvarpinu var stundum eins og enginn kynni á klukku, en það hefur færst til betri vegar í seinni tíð. Of …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1226

Svolítill vandræðagangur hefur verið í kringum nafn á smáforritum sem á erlendum málum eru kölluð app – hvað eigi að kalla þessi fyrirbæri á íslensku. Molaskrifari sér ekkert því til fyrirstöðu að nota orðið app eins og ýmsir hafa bent á. Það er ekkert verra lánsorð en til dæmis jeppi (e. jeep – General Purpose …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1225

Glöggur Molalesandi sendi eftirfarandi (07.06.2013) ,,Ofan við eftirfarandi frétt var tröllaukin fyrirsögn með sömu villu. Hún er býsna algeng. Tiger Woods aftur hæst launaðasti íþróttamaður heims. (DV á netinu 7. júní 2013)” Rétt er það. Þetta er ótrúlega algengt. Tiger Woods er hæst launaður, launahæstur. Ekki sá hæst launaðsti. Af fréttavef Ríkisútvarpsins (09.06.2013): Í mannréttindanefndinni …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1224

Úr frétt á mbl.is (06.06.2013) Upplýsingafulltrúi Biskupsstofu mun tísta fyrir biskup meðan hún er í prédikunarstólnum. Eins gott að lesendur Morgunblaðsins skilji að sögnina að tísta hefur nú fengið aðra merkingu en þá sem tengist dýrum. Landbúnaðar- sjávarútvegs- og umhverfisráðherra sagði í fréttum Ríkisútvarpsins að utanríkisráðherra væri að fara erlendis. Hann átti við að utanríkisáðherra …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1223

Gunnar skrifaði (05.06.2013): ,,Mér til undrunar, var sagt í golfþætti í Ríkissjónvarpinu, að 14 ára piltur væri farinn að „narta í tærnar“ á bestu kylfingum landsins. Ég hélt að þeir lakari væru yfirleitt á eftir þeim bestu og því væri alltaf sagt að menn nörtuðu í hælana á þeim. En alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1222

Málfróður Molalesandi skrifaði Molum (04.06.2013) : ,,Hreint blöskrar mér tvennt í nútíma málnotkun. Annað er það hve fáfróðir menn eru um viðtengingarhátt – allt er orðið mun og mundi. Hitt er þágufallssýkin hin meiri – þágufall er sett á ótrúlegustu stöðum ofan á önnur mistök, sem e.t.v. má kenna venjulegum klaufaskap. Hér er tilvitnun DV …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts