Það var vel í lagt hjá Ríkissjónvarpinu í gærkveldi (30.07.2013) að leggja þriðjung fréttatímans (og líklega meira ef íþróttafréttir eru frátaldar) undir mál bandaríska uppljóstrarans Brtadley Mannings. Og að sjálfsögðu var viðtal við Kristin Hrafnsson fyrrum starfsmann fréttastofunnar sem virðist eiga einkar greiðan aðgangað fréttatímum Rikisútvarps og sjónvarps.. Glöggur Molalesandi sendi Molum þessa ábendingu …
Monthly Archive: júlí 2013
Molar um málfar og miðla 1267
Í þessari frétt á visir.is (27.07.2013) er það eiginlega ekki eitt, heldur allt! ,,Bíl var ekið á veglokun við gamla veginn niður í Selvog við Selfoss laust fyrir þrjú í dag. Tveir farþegar voru í bílnum og varð talsvert högg af árekstrinum að sögn lögreglu. Sjúkrabíll var sendur á staðinn og hlúði að farþegum …
Molar um málfar og miðla 1266
Sjálfstæðisflokkurinn er í stórsókn gegn Ríkisútvarpinu. Sakar það um hlutdrægni og undirlægjuhátt við fyrrverandi ríkisstjórn. Svo er helst að skilja á sumum talsmönnum Sjálfstæðisflokksins að starfslið fréttastofunnar eins og það leggur sig sé með flokksskírteini í Samfylkingunni. Á föstudagskvöld var aðalfrétt beggja sjónvarpsstöðva um mat Standard & Poors matsfyrirtækisins á fjármálahorfum hjá íslenska ríkisins ( …
Molar um málfar og miðla 1265
Góðvinur Molanna benti skrifara á sérstæða íþróttafrétt, sem birtist á visir.is í vikunni (24.07.2013): Leikmönnum skoska knattspyrnuliðsins Rangers í Glasgow var vel brugðið á æfingu liðsins í gær. Knattspyrnurnar voru í léttri upphitun þegar elding birtist ofan við æfingu þeirra. Leikmennirnir kipptust eðlilega við og var létt brugðið. Sjá hér:http://visir.is/elding-hraeddi-leikmenn-rangers/article/2013130729620Þetta er með ólíkindum. Þeir …
Molar um málfar og miðla 1264
Yfirmenn Ríkisútvarpsins í Efstaleiti, og þar með stjórnendur Ríkissjónvarpsins, sjá enga ástæðu til að sýna viðskiptavinum, sem er þjóðin öll, almenna kurteisi. Í gærkveldi (25.07.2013) riðlaðist dagskrá Ríkissjónvarpsins (enn einu sinni) vegna þess að erlendur knattspyrnuleikur (sem að ástæðulausu var látinn snúa dagskránni á hvolf) dróst á langinn. Við því var lítið að gera úr …
Molar um málfar og miðla 1263
Makalaust að fréttum Ríkissjónvarpsins skuli enn og aftur úthýst af sínum venjulega stað. Nú (24.07.2013) vegna knattspyrnuleiks milli Svía og Þjóðverja! Og það var ekki einu sinni útslitaleikur. Aftur verður fréttunum rutt út í kvöld. Hálf önnur klukkustund af fótbolta og hálftími af fótboltafroðu svokallaðra sérfræðinga. Enn eitt dæmið um yfirgang íþróttadeildar og stjórnleysi …
Molar um málfar og miðla 1262
Glöggur lesandi benti Molaskrifara á þetta á mbl.is (22.07.2013): ,,Um 400 manns tóku þátt í mótmælum skammt frá lögreglustöðinni í hverfinu. Kveikt var í ruslatunnum, strætisvagnaskýli voru eyðilögð og grjóti kastað í lögreglu sem svaraði með táragasi. 14 ára piltur skaðaðist illa á augum og nokkrar lögreglur þurfti að leita sér læknisaðstoðar.” Nokkrar lögreglur þurfti! …
Molar um málfar og miðla 1261
Í íþróttafréttum Ríkissjónvarps (20.07.2013) var sagt um íþróttamann sem hætti þátttöku í íþróttum vegna veikinda, að hann hefði stigið til hliðar vegna krabbameins. Hrátt úr ensku, step aside. Zimmerman var sýknaður af kviðdómi, var sagt í fréttum (20.07.2013, láðist að skrifa hjá mér hvort það var í Ríkisútvarpinu eða á Stöð tvö) . Óþörf …
Molar um málfar og miðla 1260
Fyrirsögn á mbl.is (18.07.2013): Ólafsfjarðaráin opnar. Ekki var sagt hvað áin opnaði. Líklega var verið að segja lesendum að veiði værihafin í Ólafsfjarðará. http://www.mbl.is/veidi/frettir/2013/07/18/olafsfjardarain_opnar/ Í fréttinni segir: Könnunarleiðangur á vegum SVAK fór fram í fyrradag, 16. júlí, í Ólafsfjarðará. Það var og, – könnunarleiðangur fór fram í ánni! Þarna mætti ýmislegt betur fara. Stöð …
Molar um málfar og miðla 1259
Haft er eftir Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra á visir.is (18.07.2013): ,,Mér er alveg sama þó það sitji fjórar Láru Hönnur í stjórn. I couldn´t care less. Ég þarf bara að passa mig á lögunum. Það er mín skylda,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. – Þetta getur ekki verið rétt eftir ráðherranum haft. Svona talar ekki menntamálaráðherra. Ekki …