Monthly Archive: júlí 2013

Molar um málfar og miðla 1258

Páll Vilhjálmsson ESB andstæðingur,(blaðamaður), ásakaði fréttamann Ríkisútvarps um falsanir á þýðingu ummæla formanns leiðtogaráðs Evrópuráðsins í Moggabloggi sínu á þriðjudag (16.07.2013). Þessi ásökun var algjörlega tilhæfulaus. Hún er gott dæmi um málflutning  þar sem menn svífast einskis  og láta staðreyndir ekkert þvælast fyrir sér.  Það var ekkert athugavert við þýðingu fréttamanns Ríkisútvarpsins á þessum ummælum. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1257

  Í fréttum Ríkissjónvarps(15.07.2013) var sagt frá erlendum tónlistarmanni sem kom til landsins þann dag með stóru fylgdarliði. Betur hefði farið á því að tala um fjölmennt fylgdarlið, ekki stórt fylgdarlið.   Í fréttum Stöðvar tvö (15.07.2013) var talað um að stöðva mikilvægar umferðaræðar. Betra hefði verið að tala um að loka mikilvægum umferðaræðum eða …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1256

  Anna Sigríður Einarsdóttir skrifaði Molum þetta ágæta bréf (14.07.2013): ,,Mikið gladdi það hjarta mitt að lesa litla pistilinn „Málið“ í Mbl. miðvikudaginn 10. júlí , bls. 33, þar sem eftirfarandi stendur um orðtakið að leiða saman hesta sína: „Knattspyrnulið leiða saman hesta sína. Það segjum við af því um er að ræða viðureign, þótt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1255

  Málglöggur Molalesandi skrifaði (14.07.2013): ,,Þetta aðilatal í fjölmiðlum, eins og hjá Pressunni í dag, er hreint með ólíkindum. Hafa þeir sem skrifa svona fréttir aldrei heyrt minnst á menn?” Von er að spurt sé. Hér er þessi makalausa frétt af pressan.is: ,,Tveir aðilar voru handteknir í miðborg Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt grunaðir um líkamsárás. Aðilarnir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1254

Stefán Friðrik Stefánsson, mikill áhugamaður um kvikmyndir, skrifaði (13.07.2013) : ,,Sæll Eiður. Tek undir með þér að kvikmyndir hjá Ríkissjónvarpinu eru jafnan afspyrnu lélegar. Eitt sinn þegar Þórhallur Gunnarsson var dagskrárstjóri ákvað ég að senda tölvupóst á dagskrárdeildina og benda á hvort þeir hefðu í hyggju að bæta ráð sitt og kaupa stórmyndir kvikmyndasögunnar og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1253

Egill skrifaði (11.037.2013): Á mbl.is í dag er fyrirsögn um 98 cm lax úr Víðidalsá. Bullið sem á eftir fer er með ólíkindum.„Lax er kominn upp um alla Víðidalsá og Fitjá en árnar eru loksins að sjatna eftir að hafa verið í smá flóði vegna mikilla rigninga í Húnaflóa“Væri ekki betra að hafa þetta eitthvað …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1252

  Í frétt af mótmælasvelti fanga í Guantanamo Bay fangabúðunum á Kúbu var sagt í síðdegisfréttum Ríkisútvarps (10.07.2013): … þar sem fljótandi fæða er þvinguð ofan í fjörutíu og fimm þeirra. Molaskrifari hallast að því að hér hefði átt að segja: … þar sem fljótandi fæðu er þvingað ofan í fjörutíu og fimm þeirra. Í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1251

Í Ríkisútvarpinu var sagt (09.07.2013) um forseta Íslands er hann tók sér umhugsunarfrest til að íhuga hvort hann ætlaði að staðfesta lög með undirskrift sinni, eða neita að skrifa undir – hann tók sér einhverja viku. hann tók sér um það bil viku frest. Óvandað orðalag sem því miður heyrist æ oftar.   Merkilegt metnaðarleysi …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1250

Í hádegisfréttum Bylgjunnar (09.07.2013) sagði frá sjómanni er átti fótum fjör að launa er eldur kom upp í báti hans. Hann var einn um borð í litlum plastbáti en báturinn var um tvær sjómílur norðaustur af Garðskaga. Manninn sakaði ekki en báturinn sökk. Það er ekki öllum gefið að geta gengið á vatni, en það …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1249

Molavin skrifaði: ,,Fréttabörnin á Vísi ráða ekki við að koma einni setningu óbrenglaðri frá sér, sbr. visir.is í dag, 5.7.: ,,Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden barst bónorð á dögunum frá einum frægasta einkaspæja Rússa, Önnu Chapman.“ Fyrir nú utan það að Anna Chapman var njósnari Rússa en ekki einkaspæjari.” Molaskrifari þakkar bréfið. Egill Þorfinnsson skrifarði Molum þetta ágæta …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts