Páll Vilhjálmsson ESB andstæðingur,(blaðamaður), ásakaði fréttamann Ríkisútvarps um falsanir á þýðingu ummæla formanns leiðtogaráðs Evrópuráðsins í Moggabloggi sínu á þriðjudag (16.07.2013). Þessi ásökun var algjörlega tilhæfulaus. Hún er gott dæmi um málflutning þar sem menn svífast einskis og láta staðreyndir ekkert þvælast fyrir sér. Það var ekkert athugavert við þýðingu fréttamanns Ríkisútvarpsins á þessum ummælum. …