Monthly Archive: ágúst 2013

Molar um málfar og miðla 1293

Pétur Kjartansson sendi Molum línu (30.08.2013) vegna þess sem hér hefur  verið skrifað um fleirtölumyndina smalamennskur. Pétur segir: ,,Ég er kunnugur í Borgarfirði þar sem Gísli Einarsson ( fréttamaður Ríkisútvarps)  mun eiga uppruna sinn.  Þar var a.m.k. alvanalegt að tala um smalamennskur í fleirtölu.  ,,Hann er farinn í smalamennskur“, ,,smalamennskur (að hausti) eru að byrja“, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1292

  Í fréttum Ríkissjónvarps á fimmtudagkvöld talaði fréttamaður  um smalamennskur. Molaskrifari hefur aldrei séð orðið smalamennska í fleirtölu. Fleirtölumyndina er ekki að finna á vef  Árnastofnunar. Í sömu frétt voru gangnamenn kallaðir smalar. Það kann að vera málvenja einhversstaðar á landinu, þótt ekki láti það kunnuglega í eyrum Molaskrifara.  Sigurgeir sendi Molaum línu um þetta …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1291

Valgeir Sigurðsson, fyrrverandi blaðamaður, skrifaði (28.08.2013): ,,Ósköp kann ég illa við þetta, sem sumir kalla stofnanamál: Starfsmanni…sagt upp störfum, – og margt annað þessu líkt. Ætli að Þórbergur sálugi hefði ekki kallað þetta staglstíl?” Það er sennilega alveg rétt, til getið, Valgeir. Þakka þér línurnar.   Sigurgeir benti á eftirfarandi: Á dv.is 26. ágúst er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1290

Egill sendi Molum þessa ágætu athugasemd (27.08.2013): ,,Sæll Eiður, Ég held að það sé ekki ofsagt að halda því fram að nokkuð stór hluti þjóðarinnar geti ekki komið út úr sér setningu án þess að enda hana á „þú veist“ „eða „skilurðu“. Það eru ekki mörg ár síðan að þetta fór að heyrast en lengra …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1289

Í morgunfréttum Ríkisútvarps , klukkan sex á mánudagsmorgni (26.08.2013) var talað um þjóðarrétt Breta , djúpsteiktan fisk og franskar kartöflur ( fish and chips sem oftast er ,eða var,pakkað inn í gömul dagblöð).Þetta var svo endurtekið í fleiri fréttatímum. Þetta voru kallaðar veigar, en veig er vín , áfengur drykkur. Ekki er vitað til þess …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1288

Ástæða er til að vekja athygli á leiðara Morgunblaðsins á laugardag (24.08.2013), Þeim má aldrei gleyma, – Helstefnur 20. aldar skildu eftir sig blóði drifna slóð. Evrópuþingið hefur ákveðið að 23. ágúst skuli vera Evrópudagur minningarinnar um fórnarlömb nasismans og kommúnismans. Fram kemur í leiðaranum að fórnarlömb alræðisstefna 20. aldar hafi verið rúmlega 120 milljónir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1287

Í Garðapóstinum (22.08.2013) er frétt um ungan veiðimann sem veiddi vænan silung í Arnarneslæknum. Í fréttinni segir: Hann hafði verið við veiðar lungað úr degi og verið að fiska víða í læknum … Hér hefði átt að segja: Hann hafði verið við veiðar lungann úr deginum. Hér er ekki á ferðinni hvorugkynsorðið lunga, öndunarfæri, heldur …

Lesa meira »

Er Ísland réttarríki?

  Grein sem birtist í Morgunblaðinu  í dag , 23. ágúst 2013.   ER ÍSLAND RÉTTARRÍKI?   Búum við í réttarríki? Er Ísland réttarrríki? Mig óraði ekki fyrir að ég þyrfti að varpa þessari spurningu fram í blaðagrein. En nú er spurt að gefnu tilefni. Greint var frá því í  fréttum fyrir síðustu helgi, að  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1286

Í neðanmálstexta í fréttum Ríkissjónvarps (21.08.2013) var tvisvar sinnum minnst á Ramsa-samninginn. Samningur er kenndur við Ramsar í Íran þar sem hann var undirritaður. Smáatriðin skipta líka máli.   Molaskrifari skrifaði nýlega um Vegagerð ríkisins þar sem hann starfaði þrjú sumur fyrir meira en hálfri öld. Hann hefur nú fengið ábendingar um að Samgöngustofa sé …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1285

Í íþróttafréttum Ríkissjónvarps (20.08.2013) var okkur sagt frá ökumanni sem sigraði sérútbúna flokkinn. Er útilokað að íþróttafréttamenn geti farið rétt með þetta? Menn sigra ekki flokka, sigra ekki heldur keppni. Þetta er ekkert flókið. Menn sigra í flokki eða í keppni. Í sama fréttatíma var okkur sagt frá heimsmeistara í badminton sem hefði spilað eins …

Lesa meira »

Older posts «