Pétur Kjartansson sendi Molum línu (30.08.2013) vegna þess sem hér hefur verið skrifað um fleirtölumyndina smalamennskur. Pétur segir: ,,Ég er kunnugur í Borgarfirði þar sem Gísli Einarsson ( fréttamaður Ríkisútvarps) mun eiga uppruna sinn. Þar var a.m.k. alvanalegt að tala um smalamennskur í fleirtölu. ,,Hann er farinn í smalamennskur“, ,,smalamennskur (að hausti) eru að byrja“, …