Monthly Archive: september 2013

Molar um málfar og miðla 1314

Slæm fyrirsögn á mbl.is (27.09.2013): Ísland selur í Hollywood http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/09/27/islenskt_landslag_selur_i_hollywood/ Ísland er ekki að selja eitt eða neitt í Hollywood. Bandarískir kvikmyndastjórar hafa hinsvegar vaxandi áhuga á því að gera kvikmyndir á Íslandi vegna hins einstaka landslags sem hér er að finna. Hvar er metnaður Morgunblaðsins? Hann á að vera meiri.   Í sjónvarpsauglýsingu segir: …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1313

Það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að ungir blaðamenn kunni mikið um bílasögu. Á forsíðu Moggans (26.09.2013) er mynd af sextugum Dodge Weapon á leið inn á Landmannaafrétt. Í myndatexta er bíllinn kallaður jeppi. Jeppi og Dodge Weapon (Weapons Carrier) eru tvær ólíkar tegundir bíla. Báðar tegundirnar komu hingað til lands með …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1312

Molalesandi skrifar, þakkar Molaskrifin (25.09.2013) og segir: ,,Hér sendi ég þér afrit af bréfi sem skrifað er af yfirmanni skóla í Reykjavík og skólastjóri Vesturbæjarskóla sendir nokkur hundruð forráðamönnum barna í skólanum.  Það hljótum við að geta kallað fjölmiðlun. Í fyrstu efnisgrein væri rétt að rita „Að gefnu tilefni“ en ekki „Af gefnu tilefni“, „undirritaðan“ …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1311

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ætlar að fresta gildistöku nýrra náttúruverndarlaga, sem taka áttu gildi þann 1. apríl 2014. Þetta er úr frétt í DV (25.09.2013). Þetta er auðvitað ekki rétt. Ekki er hér hægt að kenna reyndum blaðamanni um. Þetta er tekið beint af heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Sjá heimasíðu ráðuneytisins: http://www.umhverfisraduneyti.is/ Ráðherra …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1310

  Gunnar skrifaði (25.09.2013): ,,Sæll, Eiður. Nú eru auglýstir væntanlegir þættir á Stöð 2, sem eiga að heita því ömurlega nafni: „Ísland got talent“. Hæfileikakeppnir í þessum dúr heita t.d. „Talang“ í Svíþjóð. Það er sænska orðið yfir hæfileika. Norðmenn nota norska nafnið „Norske talenter“ og í Danmörku heitir þátturinn danska nafninu „Talent“. Þá heitir hann t.d. „Minuta slavy“ …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1309

Í fréttatíma Stöðvar tvö á sunnudagskvöld sagði fréttamaður ,- kjörstaðir opnuðu. . Konan lét þess hinsvegar ógetið hvað kjörstaðir hefðu opnað. Ingólfur Bjarni var með þetta á hreinu í Ríkissjónvarpinu: Kjörstöðum var lokað. Undarlegt hvað þetta einfalda atriði þvælist fyrir mörgum fréttamönnum, – rétt er að geta þess að nú orðið er hrein undanteking að …

Lesa meira »

Hvar eru tölurnar?

Hvar eru  tölurnar sem styðja það rökum að Álftanesvegurinn núverandi sé með allra hættulegustu vegarspottum  á landinu eins og  hvað eftir annað er látið liggja að eða fullyrt?  Bæjarstjóri Garðabæjar talaði um slysahættu á Álftanesvegi í sjónvarpsviðtali fyrir nokkru, en ráðlagði  fólki jafnframt að skoða Gálgahraunið út um bílglugga!  Varla eykur það umferðaröryggið! Hversvegna veifar …

Lesa meira »

Þess vegna borgar þjóðin milljarð að óþörfu

  Glöggur maður benti mér á það í dag hversvegna  bæjarstjórnarmeirihluti  Sjálfstæðismanna  í Garðabæ gengi  fram með slíku offorsi,- ofbeldi, liggur mér  við að segja, – við lagningu hraðbrautar eftir  endilöngu Gálgahrauni sem er friðað eldhraun á náttúruminjaskrá. –  Þetta er einfalt, sagði hann. Nú (þegar heilbrigðiskerfið er að hrynja) er þjóðin látin borga rúmlega …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1308

Fyrstu tveir þættirnir í þáttaröð Ríkissjónvarpsins um tónlist, Útúrdúr ( fínt nafn!) eru tvímælalaust eitt vandaðasta tónlistarefni sem Ríkissjónvarpið hefur boðið okkur. Ef ekki það vandaðasta. Vonandi verður framhaldið ekki síðra. Þessir fyrstu þættir opna áhugafólki um tónlist nýjar víddir, nýja tónheima. Allir aðstandendur þessara þátta , – og Ríkissjónvarpið, – eiga heiður skilinn fyrir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1307

Lesandi skrifaði Molum (20.09.2013): Aðalforsíðufréttin i Vísi – net útgáfunni – er kynnt svona: ,, Júlíus Vífill Ingvarsson stefnir ótrauður a fyrsta sætið í Reykjavík. Þorbjörg Helga liggur undir felld…..“ Liggur undir – hverjum? Felld – bara fallin strax! Uppsláttur við hæfi illa skrifandi fréttabarna. Þá heyrði ég nú i annað sinn i hádegisfréttum Bylgjunnar …

Lesa meira »

Older posts «